Menning

Transaquania – Into thin air fær frábæra dóma í Þýskalandi

Upphafleg uppfærsla Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Transaquania – Into thin air.
Upphafleg uppfærsla Úr sýningu Íslenska dansflokksins á Transaquania – Into thin air.
Transaquania – Into thin air eftir danshöfundana Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet og myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur fær mjög góða dóma í þýsku fjölmiðlunum Die Welt og Hamburger Abendblatt og er sagt einn af hápunktum Nordwind-hátíðarinnar.



Sagt er um verkið í Die Welt: „Í stórfenglegum dansi sameinast öflugar myndir sem eru bæði truflandi, dulúðlegar, upplífgandi og fagrar á sama tíma,“ og í Hamburger Abendblatt segir: „Áhrifamiklar myndir við angurværa tónlist sem sitja munu lengi í minni.“



Nordwind-hátíðin fór fram frá 22. nóvember til 14. desember í Berlín, Hamborg og Dresden en á henni er athyglinni beint að því helsta sem er að gerast í sviðlistum og tónlist á Norðurlöndunum. Aðrir Íslendingar sem sýndu verk sín á hátíðinni í ár voru meðal annars Ólafur Arnalds, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Egill Sæbjörnsson og Sigríður Soffía Níelsdóttir.

Shalala sá um uppsetningu verksins nú en það var upphaflega samið fyrir Íslenska dansflokkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×