Sport

Hættir frekar en að spila áfram með Lions

Young ásamt Calvin Johnson sem fær allar sendingarnar hjá Lions.
Young ásamt Calvin Johnson sem fær allar sendingarnar hjá Lions.
Titus Young, útherji Detroit Lions, er í miklu stríði við félag sitt þessa dagana. Hann vill losna frá félaginu og gerir allt til þess að komast burt sem fyrst.

Hann hefur nýtt sér Twitter síðustu daga til þess að fá vilja sínum framgengt. Hefur hann meðal annars sagt að hann hætti frekar í fótbolta en að spila áfram með Ljónunum.

Hann bætti svo við: "Hef aldrei þurft á peningunum að halda. Gefið mér einn dollara og bolta og ég lofa að slá í gegn," skrifaði Young og bætti við að hann myndi komast í heiðurshöll ameríska fótboltans.

Young er ekki vinsælasti leikmaðurinn í liði Lions enda hefur hann ítrekað brotið af sér innan liðsins og farið í róttækar aðgerðir þegar honum finnst hann ekki fá boltann nógu oft.

Í leik í síðasta nóvember stillti Young sér viljandi ólöglega upp á vellinum svo dæmt var víti á liðið. Það var mótmælaaðgerð af hans hálfu þar sem hann var ekkert að fá boltann.

Hann hefur einnig verið sendur heim af æfingu fyrir að kýla samherja og tvisvar fyrir að missa stjórn á sér.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×