Innlent

Meirihlutasamstarfið í Kópavogi í uppnámi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi.
Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópavogi. vísir/daníel
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Kópavogi hefur boðað til fundar með formönnum framsóknarfélaga í bæjarfélaginu í dag til ræða hvort haldi eigi áfram meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Meirihlutinn klofnaði á bæjarstjórnarfundi í gær þegar Gunnar Birgisson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks samþykkti óvænt tillögu minnihlutans um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Ómar sagði í samtali við Vísi að með þessu hafi Gunnar verið í pólitískum leik á kostnað bæjarbúa. Tillagan auki útgjöld Kópavogsbæjar um tvo til þrjá milljarða.

Þrír flokkar standa að meirihlutanum í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Y-listi Kópavogsbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×