Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 30. október 2014 19:30 Guðmundur Franklín Jónsson „Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira