Innlent

Myndband af ráninu í Dalsnesti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir upplýsingum frá almenningi vegna ráns sem var framið í Dalsnesti við Dalshraun í Hafnarfirði í gærkvöld, en tilkynning um ránið barst lögreglu kl. 21.12.

„Hann kom hérna inn með skíðahettu eða lambhúshettu yfir höfðinu og ógnaði starfsmanninum með felgulykli“, sagði Sigurður Lárusson, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum sem nýst geta við rannsókn málsins. Er viðkomandi hvattur til að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókasíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í myndskeiðinu má sjá ræningjann, sem er um 180 sm á hæð. Hann var klæddur í hettuúlpu, ljósgráar joggingbuxur og dökka Converse-skó.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Hafði pening með sér á brott úr Dalsnesti

"Hann kom hérna inn með skíðahettu eða lambhúshettu yfir höfðinu og ógnaði starfsmanninum með felgulykli“, segir Sigurður Lárusson, eigandi verslunarinnar Dalsnesti í Hafnarfirði, um vopnað rán í versluninni um klukkan 21 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×