Innlent

Hafði pening með sér á brott úr Dalsnesti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Starfsmanni verslunarinnar er brugðið eftir ráðið.
Starfsmanni verslunarinnar er brugðið eftir ráðið. VÍSIR/TEITUR
„Hann kom hérna inn með skíðahettu eða lambhúshettu yfir höfðinu og ógnaði starfsmanninum með felgulykli“, segir Sigurður Lárusson, eigandi verslunarinnar Dalsnesti í Hafnarfirði, um vopnað rán í versluninni um klukkan 21 í kvöld.

Lögreglan var kölluð til og þegar fréttastofa ræddi við Sigurð voru tæknimenn enn að störfum.

„Starfsfólkinu er uppálagt að forða sér eða afhenda peningana þegar svona kemur fyrir,“ segir Sigurður. „Starfsmaðurinn afhenti peningana og honum er að sjálfsögðu afar brugðið vegna þessa.“

Sigurður vill ekki gefa það upp hversu mikinn pening ræninginn hafi tekið með sér. „Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun til þess að ræna verslunina en þetta er fyrsta vopnaða ránið sem heppnast hér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×