Úrbætur á aðgangi fatlaðra í forgang Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2014 11:24 Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri. Vísir/Valli Á fundi þjóðleikhússtjóra, framkvæmdastjóra leikhússins og verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóða í gær var rætt um að úrbætur á aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu yrðu settar í afgerandi forgang hjá fasteignum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra.Edda Heiðrún Backmanbirti í gær opið bréf þar sem hún gagnrýndi harðlega aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastóla. „Það leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum,“ segir í tilkynningunni frá þjóðleikhússtjóra.Búnaður að mestu virkað vel Hún segir að Þjóðleikhúsið hafi á liðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn sé reglulega tekinn út. Fjórar mismundandi lyftur séu í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna inngang og lyfta við kassann á Lindargötu 7. „Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana.“ Tinna segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu. Það sé ekki spurning og það sé sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins. „Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar.“ „Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðanÞað leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum.Þegar undirrituð tók við starfi þjóðleikhússtjóra fyrir rétt tæpum tíu árum, lá fyrir að leikhúsið þarfnaðist viðamikilla og gagngerra viðgerða og endurbóta, utan húss sem innan. En auk þess að bjarga húsinu frá frekara niðurbroti og rakaskemmdum, var algert forgangsmál að tryggja aðgengi fatlaðra.Stjórnvöld brugðust við ákallinu og fjármagn var sett í umfangsmiklar framkvæmdir utanhúss, auk þess sem viðhaldsmálum leikhússins til frambúðar og úrbótum innan húss, var komið til fagaðila, eða Fasteigna ríkissjóðs, sem er nú ábyrgðaraðili húseignarinnar.Bestu lausna var leitað til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Þess ber þó að geta að í hönnun hússins er ekki tekið tilliti til aðgengis fatlaðra, ekki frekar en öðrum húsum frá sama tíma og lausnirnar því alltaf að einhverju marki málamiðlun út frá aðstæðum, eins og forsvarsmönnum leikhússins var kynnt að hálfu þeirra sérfræðinga sem sáu um að velja búnaðinn.Það er vissulega álitamál hvernig til hefur tekist en þeim búnaði sem sérfræðingar töldu bestan og tryggastan var komið upp á árunum 2007 til 2009, en það eru fjórar mismunandi lyftur í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna-inngang og lyfta við Kassann á Lindargötu 7.Þjóðleikhúsið hefur á umliðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn verið tekinn reglulega út, síðast núna í byrjun september, en þá var hann vottaður til árs eða til haustsins 2015. Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. Leita verður allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu, það er ekki spurning og það er svo sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar. Til að fylgja málinu frekar eftir lét, Þjóðleikhúsið gera óháða úttekt á aðgengi að húsnæði Þjóðleikhússins nú í vor, auk þess sem málið var tekið upp á fundi með fulltrúum mennta og menningarmálaráðuneytisins.Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu. Tengdar fréttir Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Á fundi þjóðleikhússtjóra, framkvæmdastjóra leikhússins og verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóða í gær var rætt um að úrbætur á aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu yrðu settar í afgerandi forgang hjá fasteignum ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra.Edda Heiðrún Backmanbirti í gær opið bréf þar sem hún gagnrýndi harðlega aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem notast við hjólastóla. „Það leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum,“ segir í tilkynningunni frá þjóðleikhússtjóra.Búnaður að mestu virkað vel Hún segir að Þjóðleikhúsið hafi á liðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn sé reglulega tekinn út. Fjórar mismundandi lyftur séu í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna inngang og lyfta við kassann á Lindargötu 7. „Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana.“ Tinna segir að leita þurfi allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu. Það sé ekki spurning og það sé sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins. „Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar.“ „Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðanÞað leiða atvik átti sér stað á frumsýningu á Karitas, að Edda Heiðrún Backman festist í lyftu sem, ætlað er að flytja hjólastóla frá inngangi og upp á gestasvæði Þjóðleikhússins. Ég harma þetta atvik og tel afleitt að sá búnaður sem hreyfihamlaðir einstaklingar verða að reiða sig á í Þjóðleikhúsinu, geti ekki staðið undir væntingum.Þegar undirrituð tók við starfi þjóðleikhússtjóra fyrir rétt tæpum tíu árum, lá fyrir að leikhúsið þarfnaðist viðamikilla og gagngerra viðgerða og endurbóta, utan húss sem innan. En auk þess að bjarga húsinu frá frekara niðurbroti og rakaskemmdum, var algert forgangsmál að tryggja aðgengi fatlaðra.Stjórnvöld brugðust við ákallinu og fjármagn var sett í umfangsmiklar framkvæmdir utanhúss, auk þess sem viðhaldsmálum leikhússins til frambúðar og úrbótum innan húss, var komið til fagaðila, eða Fasteigna ríkissjóðs, sem er nú ábyrgðaraðili húseignarinnar.Bestu lausna var leitað til að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að leiksýningum í Þjóðleikhúsinu. Þess ber þó að geta að í hönnun hússins er ekki tekið tilliti til aðgengis fatlaðra, ekki frekar en öðrum húsum frá sama tíma og lausnirnar því alltaf að einhverju marki málamiðlun út frá aðstæðum, eins og forsvarsmönnum leikhússins var kynnt að hálfu þeirra sérfræðinga sem sáu um að velja búnaðinn.Það er vissulega álitamál hvernig til hefur tekist en þeim búnaði sem sérfræðingar töldu bestan og tryggastan var komið upp á árunum 2007 til 2009, en það eru fjórar mismunandi lyftur í aðalbyggingunni, rampur við starfsmanna-inngang og lyfta við Kassann á Lindargötu 7.Þjóðleikhúsið hefur á umliðnum árum tekið á móti fjölda gesta í hjólastólum og búnaðurinn verið tekinn reglulega út, síðast núna í byrjun september, en þá var hann vottaður til árs eða til haustsins 2015. Helgina áður en Edda Heiðrún festist í lyftunni fóru fjórir gestir í hjólastólum upp og niður með þessari sömu lyftu án vandræða. En þó búnaðurinn hafi að mestu virkað vel, er satt og víst að á því eru alvarlegar undantekningar, eins og bréf Eddu Heiðrúnar ber með sér. Tækni og búnaður getur alltaf bilað, en það er sérstaklega sárt þegar fatlaðir leikhúsgestir þurfi að verða fyrir töfum og jafnvel missa af leiksýningu vegna tæknibilana. Leita verður allra leiða til að tryggja örugga aðkomu og aðgengi hreyfihamlaðra að Þjóðleikhúsinu, það er ekki spurning og það er svo sannarlega vilji yfirstjórnar Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið hefur fyrr á þessu ári komið áhyggjum sínum á framfæri við ábyrgðaraðila húseignarinnar, eða fasteignir ríkissjóðs, eða núna í febrúar, þegar maður í hjólastól festist í lyftunni utandyra, en Edda Heiðrún vísar einmitt til þess atviks í bréfi sínu. Þá var úrbóta krafist og því fylgt eftir að hálfu undirritaðrar. Til að fylgja málinu frekar eftir lét, Þjóðleikhúsið gera óháða úttekt á aðgengi að húsnæði Þjóðleikhússins nú í vor, auk þess sem málið var tekið upp á fundi með fulltrúum mennta og menningarmálaráðuneytisins.Það er ljóst að ekki verður unað við þetta ótrygga ástand lengur og á fundi þjóðleikhússtjóra og framkvæmdastjóra leikhússins með verkefnisstjóra fasteigna ríkissjóðs í gær, var staðfest og fullyrt að úrbætur yrðu settar í afgerandi forgang hjá embættinu.
Tengdar fréttir Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Fatlaðir leikhúsgestir setið fastir utandyra Edda Heiðrún Backman leikkona segir aðgengi í Þjóðleikhúsinu fyrir þá sem nota hjólastól óviðunandi. 28. október 2014 21:01