Nær 40 þúsund undirskriftir: Háð geðþótta stjórnvalda hvort tekið verði tillit til þeirra Hrund Þórsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 20:00 Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hátt í 40 þúsund hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að setja aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasafnanir á landsvísu hafa engin áhrif samkvæmt núgildandi lögum en full ástæða er til að taka mark á þeim, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. 70 þúsund manns skrifuðu undir stuðning við flugvöllinn í Vatnsmýri, 56 þúsund vildu að forsetinn synjaði staðfestingar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum og 55 þúsund skrifuðu undir söfnunina Varið land árið 1974 um áframhald aðildar að Atlantshafsbandalaginu og veru varnarliðsins. Nú hafa yfir 37 þúsund skorað á þingmenn að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæði. Alþingi hefur raunar aldrei látið undirskriftasafnanir hafa áhrif á sig. „Þær eru leið til að sýna óskir kjósenda, rétt eins og að mótmæla á Austurvelli, skrifa greinar í blöð eða tjá sig á vefmiðlum þannig að í lýðræðisþjóðfélagi er full ástæða til að taka mark á undirskriftum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forseti Íslands hefur þrisvar synjað lögum staðfestingar; lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum í tvígang og Fjölmiðlalögunum árið 2004 eftir 32 þúsund undirskriftir. „Á hinn bóginn söfnuðust um 35 þúsund undirskriftir varðandi stjórnun fiskveiða og forsetinn ákvað að hafa það ekki að leiðarljósi. Þetta snýst um geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir Gunnar. Samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs geta tíu prósent kjósenda krafist þjóðaratkvæðis. „Það er til rammi utan um þetta í íslenskum sveitarstjórnarlögum þar sem 20% íbúa sveitarfélagsins geta framkallað almenna atkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Það er hins vegar enginn rammi til á landsvísu varðandi löggjöf eða þingsályktanir þannig að það er engin leið til að knýja fram neinar afleiðingar af undirskriftasöfnunum á landsvísu.“ Eigi undirskriftir að hafa afleiðingar á niðurstöðu mála segir Gunnar nauðsynlegt að vanda til rammans í kringum það. Hann aðhyllist þó aðrar aðferðir til að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslum, til dæmis að ákveðinn minnihluti þings geti kallað þær fram. Nánar verður fjallað um undirskriftasafnanir í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40 Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04 Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Sigurður Líndal segir menn leggja augu á 10 prósent kosningabærra manna varðandi kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem eru tæp 24 þúsund manns. Undirskriftir nálgast 23 þúsund. 25. febrúar 2014 11:40
Tvær undirskriftasafnanir gegn afturköllun "Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir.“ 24. febrúar 2014 10:04
Þrjú þúsund hafa boðað komu sína á Austurvöll Liðlega þrjú þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvöll þegar þingfundur hefst þar klukkan þrjú í dag. Fólkið krefst þess, að þingályktunartillaga um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, verði tekin til baka. 24. febrúar 2014 07:28