Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. október 2014 07:00 Á síðasta ári komu á borð embætti landlæknis 314 mál sem tengdust ávanabindandi lyfjum. Á myndinni má sjá hluta þeirra lyfjaumboða sem Markús fann heima hjá dóttur sinni en á rúmlega hálfu ári var ávísað sami læknir 2200 töflum til hennar. Embætti landlæknis skortir fjármagn til þess að fylgja eftir málum er snúa að lyfjamisnotkun. Þetta segir Ólafur Einarsson verkefnastjóri lyfjagagnagrunns hjá embættinu. Á síðasta ári komu á borð þess 314 mál sem sneru að misnotkun ávanabindandi lyfja. Bæði er varða einstaklinga sem grunur leikur á að misnoti lyf sem og læknum sem taldir eru ávísa slíkum lyfjum í of miklu magni. Sérstakt lyfjateymi er starfrækt innan embættisins sem Ólafur Einarsson líffræðingur heldur utan um. Ásamt honum starfa í því lyfjafræðingur í hálfu starfi, læknir í 30 prósenta starfi auk þess sem yfirhjúkrunarfræðingur og yfirlæknir hafa aðkomu að teyminu. Ólafur segir að það taki langan tíma að vinna úr hverju máli fyrir sig og oft sé erfitt að fá þær upplýsingar sem óskað sé eftir vegna tiltekinna mála.Embættið í fjársvelti Ólafur segir embættið vera fjársvelt og erfitt sé að sinna öllum þeim fjölda mála sem koma á borð þeirra. Í helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal við Markús Kristjánsson, faðir konu sem lést í maí á síðasta ári. Hún hafði strítt við meltingarsjúkdóm en það var ekki það sem dró hana til dauða heldur misnotkun ávanabindandi lyfja sem læknar höfðu ávísað á hana vegna sjúkdómsins. Á rúmlega hálfs árs fresti fékk hún ávísað frá sama lækni 2200 töflum af Ketogan sem er sterkt morfínlyf. Læknirinn fékk áminngu frá landlækni en hefur enn lyfjaleyfi og starfar sem læknir. Í samtali við Fréttablaðið vegna málsins sagði Ólafur að það vantaði fleiri til þess að starfa að eftirliti við lyfjagagnagrunn sem er nú til reynslu hjá embættinu. “Í fullkomnum heimi væru fleiri starfandi við eftirlitið og við gætum þá klárað rafrænan gagnagrunn sem er enn á tilraunastigi. En embættið er í fjársvelti.”246 mál það sem af er þessu ári Embætti landlæknis hefur eftirlit með lyfjaávísunum lækna. Ólafur segir málin í málaskránni snúa bæði að læknum og sjúklingum. Á síðasta ári voru þau 314 talsins og það sem af er þessu ári eru málin orðin 246. Aðspurður hvernig þessi mál séu skoðuð segir Ólafur: „Þetta er matsatriði í hvert skipti.“ Hann segir þá allar lyfjaávísanir keyrðar út í gegnum lyfjagagnagrunninn og farið sé yfir þær. Einnig sé fylgst með gagnagrunninum og læknar spurðir út í það ef talið er að um óeðlilegt magn lyfjaávísana sé að ræða.Þarf ekki að vekja grumsemdir Sá mikli fjöldi lyfja sem dóttir Markúsar fékk ávísað þarf þó að sögn Ólafs ekki endilega að vekja grunsemdir sjáist það í kerfinu. „Á ársgrundvelli eru einstaklingar sem eru að fá meira ávísað af lyfinu, t.d sjúklingar með krabbamein á lokastigi eða þeir sem eru á líknardeild.“ Hann segir embættið gera sitt besta til þess að fylgja slíkum málum eftir en það strandi á fjármagni. Geir Gunnlaugsson landlæknir tekur undir það. „Við gerum það sem við getum. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum.“3-4 áminntir árlega Umræddur læknir sem ávísaði lyfjunum í fyrrnefndu máli fékk áminningu. Geir segir að á liðnum árum hafi árlega um 3-4 læknar að meðaltali fengið áminningu í starfi, einhverjar þeirra séu vegna lyfjamála. „Hvert einasta mál er skoðað á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Við tökum það mjög alvarlega og gerum allt til í að koma í veg fyrir misnotkun lyfja,” segir Geir. „Það eru nokkur dæmi um það að starfsréttindi lækna hafi verið skert t.d með því að þeir megi ekki skrifa út ákveðnar tegundir lyfja. Almennt lækningarleyfi gefur þér réttindi til þess að skrifa út lyf. Þessi starfsréttindi er hægt að skerða annað hvort að hluta eða öllu leyti en við metum hvert einasta tilvik á grunni þeirra.“ Hann segir ekki hægt að upplýsa um það að svo stöddu hversu margir læknar hafi misst leyfi vegna mála sem snúa að ávísun ávanabindandi lyfja en verið sé að vinna í því að fá nákvæmar tölur um það.Geir Gunnlaugsson landlæknir segist ekki geta tjáð sig um mál dóttur Markúsar Kristjánssonar. Hann telur þó að fylgt hafi verið reglum í því máli líkt og öðrum sem koma á borð embættisins. „Það er sannarlega þannig að við brugðumst við því algjörlega í samræmi við þær upplýsingar sem við fengum, unnum úr þeim og gerðum það eins hratt og okkur var mögulegt,” segir Geir. Aðspurður hvort að breyta þurfi verklagi í kjölfarið, mögulega til þess að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig segir hann: „Við erum í stöðugum samræðum við velferðarráðuneytið um það hvaða hugsanlegu lagabreytingar kæmu til greina til að ná betri tökum á þessum málaflokki.“ Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Embætti landlæknis skortir fjármagn til þess að fylgja eftir málum er snúa að lyfjamisnotkun. Þetta segir Ólafur Einarsson verkefnastjóri lyfjagagnagrunns hjá embættinu. Á síðasta ári komu á borð þess 314 mál sem sneru að misnotkun ávanabindandi lyfja. Bæði er varða einstaklinga sem grunur leikur á að misnoti lyf sem og læknum sem taldir eru ávísa slíkum lyfjum í of miklu magni. Sérstakt lyfjateymi er starfrækt innan embættisins sem Ólafur Einarsson líffræðingur heldur utan um. Ásamt honum starfa í því lyfjafræðingur í hálfu starfi, læknir í 30 prósenta starfi auk þess sem yfirhjúkrunarfræðingur og yfirlæknir hafa aðkomu að teyminu. Ólafur segir að það taki langan tíma að vinna úr hverju máli fyrir sig og oft sé erfitt að fá þær upplýsingar sem óskað sé eftir vegna tiltekinna mála.Embættið í fjársvelti Ólafur segir embættið vera fjársvelt og erfitt sé að sinna öllum þeim fjölda mála sem koma á borð þeirra. Í helgarblaði Fréttablaðsins var viðtal við Markús Kristjánsson, faðir konu sem lést í maí á síðasta ári. Hún hafði strítt við meltingarsjúkdóm en það var ekki það sem dró hana til dauða heldur misnotkun ávanabindandi lyfja sem læknar höfðu ávísað á hana vegna sjúkdómsins. Á rúmlega hálfs árs fresti fékk hún ávísað frá sama lækni 2200 töflum af Ketogan sem er sterkt morfínlyf. Læknirinn fékk áminngu frá landlækni en hefur enn lyfjaleyfi og starfar sem læknir. Í samtali við Fréttablaðið vegna málsins sagði Ólafur að það vantaði fleiri til þess að starfa að eftirliti við lyfjagagnagrunn sem er nú til reynslu hjá embættinu. “Í fullkomnum heimi væru fleiri starfandi við eftirlitið og við gætum þá klárað rafrænan gagnagrunn sem er enn á tilraunastigi. En embættið er í fjársvelti.”246 mál það sem af er þessu ári Embætti landlæknis hefur eftirlit með lyfjaávísunum lækna. Ólafur segir málin í málaskránni snúa bæði að læknum og sjúklingum. Á síðasta ári voru þau 314 talsins og það sem af er þessu ári eru málin orðin 246. Aðspurður hvernig þessi mál séu skoðuð segir Ólafur: „Þetta er matsatriði í hvert skipti.“ Hann segir þá allar lyfjaávísanir keyrðar út í gegnum lyfjagagnagrunninn og farið sé yfir þær. Einnig sé fylgst með gagnagrunninum og læknar spurðir út í það ef talið er að um óeðlilegt magn lyfjaávísana sé að ræða.Þarf ekki að vekja grumsemdir Sá mikli fjöldi lyfja sem dóttir Markúsar fékk ávísað þarf þó að sögn Ólafs ekki endilega að vekja grunsemdir sjáist það í kerfinu. „Á ársgrundvelli eru einstaklingar sem eru að fá meira ávísað af lyfinu, t.d sjúklingar með krabbamein á lokastigi eða þeir sem eru á líknardeild.“ Hann segir embættið gera sitt besta til þess að fylgja slíkum málum eftir en það strandi á fjármagni. Geir Gunnlaugsson landlæknir tekur undir það. „Við gerum það sem við getum. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum.“3-4 áminntir árlega Umræddur læknir sem ávísaði lyfjunum í fyrrnefndu máli fékk áminningu. Geir segir að á liðnum árum hafi árlega um 3-4 læknar að meðaltali fengið áminningu í starfi, einhverjar þeirra séu vegna lyfjamála. „Hvert einasta mál er skoðað á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Við tökum það mjög alvarlega og gerum allt til í að koma í veg fyrir misnotkun lyfja,” segir Geir. „Það eru nokkur dæmi um það að starfsréttindi lækna hafi verið skert t.d með því að þeir megi ekki skrifa út ákveðnar tegundir lyfja. Almennt lækningarleyfi gefur þér réttindi til þess að skrifa út lyf. Þessi starfsréttindi er hægt að skerða annað hvort að hluta eða öllu leyti en við metum hvert einasta tilvik á grunni þeirra.“ Hann segir ekki hægt að upplýsa um það að svo stöddu hversu margir læknar hafi misst leyfi vegna mála sem snúa að ávísun ávanabindandi lyfja en verið sé að vinna í því að fá nákvæmar tölur um það.Geir Gunnlaugsson landlæknir segist ekki geta tjáð sig um mál dóttur Markúsar Kristjánssonar. Hann telur þó að fylgt hafi verið reglum í því máli líkt og öðrum sem koma á borð embættisins. „Það er sannarlega þannig að við brugðumst við því algjörlega í samræmi við þær upplýsingar sem við fengum, unnum úr þeim og gerðum það eins hratt og okkur var mögulegt,” segir Geir. Aðspurður hvort að breyta þurfi verklagi í kjölfarið, mögulega til þess að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig segir hann: „Við erum í stöðugum samræðum við velferðarráðuneytið um það hvaða hugsanlegu lagabreytingar kæmu til greina til að ná betri tökum á þessum málaflokki.“
Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira