Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 11:33 Þrátt fyrir að þjónusta túlka sé lögbundinn réttur á ýmsum sviðum samfélagsins eru mörg dæmi um misbrest á slíku. Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“ Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Algengt er að börn eða kunningjar túlki fyrir ættingja og vini í viðkvæmum málum þrátt fyrir að lög veiti rétt á túlkaþjónustu. Íslensk lög kveða á um að þeir sem tala ekki íslensku eigi rétt á túlki í heilbrigðiskerfinu, við meðferð sakamála, í skólakerfinu, félagskerfinu, almannatryggingamálum og sjúkratryggingamálum. Mikil umræða var um börn og túlkun fyrir þremur árum og skrifaði Sabine Leskopf grein um málið með yfirskriftinni „Mamma, ég held þú sért með krabbamein“. Fyrir utan viðkvæmar læknaheimsóknir tók hún dæmi um börn sem túlkuðu fyrir foreldra sína hjá Sýslumanninum í Reykjavík í skilnaðar- og forsjármálum en ekki eru lög um að sýslumaður þurfi að kalla til túlk.Mörg dæmi um að börn túlki fyrir fjölskyldu sína Þrátt fyrir lagasetningu um túlkun og umræðuna sem hefur skapast hefur staðan ekkert breyst. Túlkar og ráðgjafar sem Fréttablaðið ræddi við voru allir sammála um að mörg dæmi væru um að börn túlkuðu fyrir fjölskyldu sína. Einnig að upplýsa ætti fagfólk um réttindi þeirra sem ekki tala íslensku og efla eftirlit. Jolanta Polanska, Margrét Steinarsdóttir og Edda Ólafsdóttir starfa allar að málefnum innflytjenda og eru sammála um að staða túlkaþjónustu á Íslandi sé ábótavant.„Við fáum fréttir af þessu á hverjum degi,“ segir Jolanta Polanska, sem hefur starfað sem túlkur í fimmtán ár og rekur Túlkaþjónustuna. Hún segist hafa fundið fyrir að ríki og sveitarfélög spari í þessum málum og hefur orðið vitni að dæmum þar sem einstaklingar eiga rétt á túlki en er ekki boðin þjónustan eða hreinlega hafnað um hana. „Ég veit um nokkur tilfelli í mæðraeftirliti þar sem konum er tilkynnt að þær geti aðeins tvisvar fengið túlk í mæðraskoðun. En það er ekki rétt, þær eiga rétt á því í hvert skipti samkvæmt lögunum.“ Edda Ólafsóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, tekur í sama streng. „Ráðgjafarnir sem starfa hjá okkur hafa heyrt ótal dæmi um börn sem túlka fyrir foreldra. Núna nýlega var tíu ára barn til sex um morguninn á bráðamóttökunni með veikum föður sínum að túlka. Þrátt fyrir að foreldrarnir vilji mögulega að barnið túlki þá eiga yfirvöld að vernda börnin og kalla til túlk.“Opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lögMargrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá réttinn um túlkaþjónustu vera í stjórnsýslulögum eins og í Finnlandi og Svíþjóð. „Fólki á að bjóðast túlkur og á ekki að þurfa að ganga á eftir því. Þarna eru stjórnvöld að bregðast skyldu sinni og þetta getur leitt til þess að mannréttindi séu brotin. Þekktasta dæmið er konan sem gaf upp forsjá barna sinna því hún skildi ekki hvað fór fram hjá sýslumanni.“ Margrét hefur heyrt dæmi um að stofnanir séu búnar með fjármagnið sem nýta á til túlkaþjónustu og því sé ekki kallaður til túlkur. „Það þarf að auka fjármagnið og eyrnamerkja túlkaþjónustu. Annars er verið að neyða opinberar stofnanir til að brjóta lög. Þar að auki þarf að upplýsa fagfólk um skyldu þess að bjóða túlk þegar lög segja svo fyrir um.“
Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira