Hafnaði öðru sæti á lista Bjartrar framtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2014 12:19 Maríu Grétarsdóttur var boðið 2. sætið hjá BF sem hún hafnaði M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira