Kynferðisbrotum fjölgar um 140% Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júlí 2014 20:00 Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Kynferðisbrotum í miðborg Reykjavíkur hefur fjölgað undanfarin ár. Í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að árið 2010 voru tilkynnt 22 kynferðisbrot í miðborginni, 17 árið 2011 og 36 árið 2012. En þetta gerir að meðaltali 25 brot á ári. Brotum fjölgaði þó gríðarlega árið 2013 því samkvæmt tölum frá lögreglunni, sem ekki hafa verið gerðar opinberar, voru þau 60 talsins, sem er 140% meira en meðaltal áranna 2010 til 2012.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þessar tölur ríma við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá samtökunum undanfarin ár. „Það fjölgaði hjá okkur um 70 mál á síðasta ári, og frá því að fæst mál voru árið 1998, hefur málunum fjölgað um helming hjá okkur,“ segir Guðrún. Hún segir álíka fjölgun ekki hafa sést síðan samtökin voru stofnuð. „Árið sem við opnuðum, 1990, var algjör sprenging, þá var ekki til nokkur önnur sambærileg þjónusta í landinu. Þá höfðum við svona fjölda, en síðan þá ekki,“ segir Guðrún. En hvað skýrir þessa miklu fjölgun að mati Guðrúnar? „Fólk hefur reynt að skýra þetta á marga vegu. Meðal annars með því að konur segi frekar frá, þær sætti sig síður við óréttlæti og kæri líka erfiðu málin.“ Hún segir gjörsamlega óásættanlegt að kynferðisbrot þrífist í hjarta borgarinnar. Ljóst sé að bregðast þurfi við þessari fjölgun af mikilli alvöru meðal annars með því að bæta forvarnir. „Ég vona að nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og sviðsstjóri hjá velferðarþjónustunni, sem hafa sagst ætla að setja þessi mál í forgang, að þau skilgreini ofbeldi vítt, og taki kynferðisbrotamálin þar inn. Þannig ég vona bara að við bregðumst við þessu af ábyrgð,“ segir Guðrún.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira