Lögreglan gerir ekki neitt í Caruso-málinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. desember 2014 07:00 Lögmaður José Garcia veitingamanns á Caruso segir rekstrartap veitingahússins þegar orðið gríðarlegt og frekara tjón sé yfirvofandi vegna yfirtöku eigenda húsnæðisins. Vísir/Stefán Lögreglan hefur ekki enn hleypt José Garcia, eiganda veitingastaðarins Caruso, og starfsfólki hans inn á staðinn til að sækja eigur sínar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga réðst eigandi húsnæðis Caruso að Þingholtsstræti í leyfisleysi inn á veitingastaðinn á þriðjudagsmorgun, tók staðinn yfir, skipti um skrár og byggði varnarvegg til að koma í veg fyrir að eigandi staðarins og starfsmenn kæmust þangað inn. Þessar aðfarir voru kærðar til lögreglu strax sama morgun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert í málinu.Ómar Örn BjarnþórssonLögmaður José fundaði með lögreglu í gær og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það til skoðunar hjá lögreglunni án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.„Margir starfsmenn eiga þarna inni persónulegar eigur, föt, tölvur og annað. Þá eru matvæli og vínbirgðir upp á tugi milljóna í eigu Caruso læst inni. Rekstrartapið er þegar orðið gríðarlegt, matvælin eru að renna út og frekara tjón er yfirvofandi. Ég átta mig ekki á því hvers vegna lögreglan er ekki farin þarna inn og á mjög erfitt með að útskýra fyrir José og öðru starfsfólki Caruso hvers vegna það getur ekki farið og náð í eigur sínar með aðstoð lögreglu,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José.Arnar Þór StefánssonArnar Þór Stefánsson, sérfræðingur í kröfu- og fasteignarétti, segir að með athæfi sem þessu skapist hættulegt fordæmi í íslenskum rétti.„Ef lögreglan ætlar ekkert að gera þá skapar það það fordæmi að allir leigusalar þessa lands geta, ef þeir eru ósáttir við leigutaka, farið inn í húsnæðið án dóms og laga og skipt um skrár. Lögin gera ekki ráð fyrir þessu. Þau segja að ef menn ætla að fá leigjanda út þá þurfi þeir að fara í sérstakt útburðarmál. Með þessu er verið að viðurkenna gertæki, það að menn taki lögin í eigin hendur, lögreglan horfir upp á það og gerir ekkert í því og viðurkennir þannig í reynd refsiverða nálgun leigusalans,“ segir Arnar Þór. Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn hleypt José Garcia, eiganda veitingastaðarins Caruso, og starfsfólki hans inn á staðinn til að sækja eigur sínar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga réðst eigandi húsnæðis Caruso að Þingholtsstræti í leyfisleysi inn á veitingastaðinn á þriðjudagsmorgun, tók staðinn yfir, skipti um skrár og byggði varnarvegg til að koma í veg fyrir að eigandi staðarins og starfsmenn kæmust þangað inn. Þessar aðfarir voru kærðar til lögreglu strax sama morgun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert í málinu.Ómar Örn BjarnþórssonLögmaður José fundaði með lögreglu í gær og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það til skoðunar hjá lögreglunni án þess að nokkur ákvörðun hafi verið tekin.„Margir starfsmenn eiga þarna inni persónulegar eigur, föt, tölvur og annað. Þá eru matvæli og vínbirgðir upp á tugi milljóna í eigu Caruso læst inni. Rekstrartapið er þegar orðið gríðarlegt, matvælin eru að renna út og frekara tjón er yfirvofandi. Ég átta mig ekki á því hvers vegna lögreglan er ekki farin þarna inn og á mjög erfitt með að útskýra fyrir José og öðru starfsfólki Caruso hvers vegna það getur ekki farið og náð í eigur sínar með aðstoð lögreglu,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður José.Arnar Þór StefánssonArnar Þór Stefánsson, sérfræðingur í kröfu- og fasteignarétti, segir að með athæfi sem þessu skapist hættulegt fordæmi í íslenskum rétti.„Ef lögreglan ætlar ekkert að gera þá skapar það það fordæmi að allir leigusalar þessa lands geta, ef þeir eru ósáttir við leigutaka, farið inn í húsnæðið án dóms og laga og skipt um skrár. Lögin gera ekki ráð fyrir þessu. Þau segja að ef menn ætla að fá leigjanda út þá þurfi þeir að fara í sérstakt útburðarmál. Með þessu er verið að viðurkenna gertæki, það að menn taki lögin í eigin hendur, lögreglan horfir upp á það og gerir ekkert í því og viðurkennir þannig í reynd refsiverða nálgun leigusalans,“ segir Arnar Þór.
Tengdar fréttir Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00 Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39 Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Veitingamaðurinn á Caruso læstur úti af húseigandanum José Garcia, veitingamaður á Caruso, læstur úti af staðnum af húseigandanum vegna deilna um leigusamning. Mikið af eignum inni á staðnum og veggur reistur til að varna starfsfólki inngöngu. Kærði atvikið til lögreglu. 17. desember 2014 07:00
Rekstur Caruso lamaður eftir yfirtöku José Garcia veitingamaður á Caruso segir framkomu húseigenda ótrúlega og hann efist um að þessi framkoma þekkist í öðrum Evrópulöndum. 17. desember 2014 19:39
Húseigandinn lét færa milljóna tekjur yfir á sinn eigin reikning Eigandi húsnæðis, þar sem veitingastaðurinn Caruso er til húsa, fékk allar debetkortagreiðslur, sem viðskiptavinir veitingastaðarins greiddu, færðar yfir á reikning sinn án heimildar frá eiganda veitingastaðarins. 18. desember 2014 07:00