Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2014 09:12 Fréttablaðið/Daníel Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira