Reisir íslenskt 19. aldar hús á Cape Cod í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:15 Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent