Reisir íslenskt 19. aldar hús á Cape Cod í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:15 Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira