„Engin alvara á bakvið strigakjaftinn í NöttZ“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2014 07:55 Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. „Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það,“ segir Hildur Lilliendahl í Fésbókarfærslu sem hún ritaði í nótt. Í Kastljósi í gærkvöldi var Hildur sökuð um netníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar Þrastardóttur. Skrifaði hún undir notendanafninu NöttZ á samskiptamiðlinum Barnalandi sem í dag heitir Bland. Hefur Hildur gengist við sumum ummælum en segir önnur vera skrifuð af Páli Hilmarssyni, kærasta sínum á þeim tíma sem ummælin voru rituð. „Í mjög stuttu máli hef ég reynt að einbeita mér að því í kvöld að fara ekki að grenja fyrir framan krakkana mína,“ skrifar Hildur í færsluna sem birtist um hálf tvö í nótt. „Ég hef óskaplega lítið af málsbótum. Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt.“ Meðal þeirra ummæla sem birst hafa undir notendanafninu NöttZ eru hótanir í garð Þórdísar Kjartansdóttur lýtalæknis. Var hún sögð mella og réttdræp. Þá voru gróf ummæli í garð Hafdísar Huldar sem voru ástæða þess að söngkonan sagði sögu sína í Kastljósi gærkvöldsins. Hlín Einarsdóttir, ristjóri bleikt.is, greindi svo frá því í gærkvöldi að Hildur hefði óskað eftir því að Hlín yrði barin. Hefði Hildur neitað að draga orð sín til baka. Hildur hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir framgöngu sína gegn netníði á internetinu. Stofnaði hún meðal annars síðuna Karlar sem hata konur þar sem hún birti færslur karlmanna sem hún taldi niðrandi fyrir konur. Hefur hún hlotið verðlaun frá Stígamótum fyrir framgöngu sína á þeim vettvangi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að Hildur hefði ekki átt að fá verðlaunin á sínum tíma. Samtökin hefðu ekki vitað af fyrri skoðanaskiptum Hildar á internetinu. Hildur sagðist í viðtali á Vísi í gærkvöldi aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill.“ „Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins,“ skrifar Hildur. Hildur segist ætla að setja saman yfirlýsingu þegar málið róist. „Fram að því ætla ég að reyna að segja sem minnst. NöttZ hefur bersýnilega hagað sér brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja.“ Hildur segist ekkert annað að gera í stöðunni en að biðjast mjög auðmjúklega afsökunar. „Ég skammast mín ofan í tær.“ Elsku þið öll. Það eru allir að spyrja hvað ég „segi“ um þetta allt saman. Í mjög stuttu máli hef ég reynt að einbeita mér að því í kvöld að fara ekki að grenja fyrir framan krakkana mína. Fram eftir kvöldi reyndi ég að fylgjast með internetinu en svo gafst ég upp og fór að spila við fjölskylduna mína. Það er field day á öllum fjölmiðlunum sem voru að fatta Barnaland, allir á bólakafi í gúgli og væntanlega alveg tuttugu eða sjötíu nýjar fréttir á leiðinni. En svona í örstuttu máli, svo það komi í það minnsta eitthvað smáræði frá mér til einhvers fólks sem mögulega bíður með öndina í hálsinum og vill ekki mynda sér skoðun fyrr en ég hef sagt eitthvað: Ég segi svosem ekki margt. Ég hef óskaplega lítið af málsbótum. Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt. Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins. Ef við tökum Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni sem dæmi, þá eru það ummæli þar sem ég er bókstaflega að gera grín að sjálfri mér og brjóstunum á mér - sem skilst þegar ummælin eru lesin á þeim tíma og þeim stað sem þau eru skrifuð, en það er auðvitað vonlaust að ætla að útskýra það fyrir fólki sem þekkir ekki þennan kúltúr. Það er algjörlega vonlaust. Ég á eftir að sjóða saman einhverja yfirlýsingu þegar þetta róast. Fram að því ætla ég að reyna að segja sem minnst. NöttZ hefur bersýnilega hagað sér brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja. En hvað um það, internetið er internetið og það er nákvæmlega ekkert að gera annað en að biðjast auðmjúklega fyrirgefningar. Mjög svo auðmjúklega. Ég skammast mín ofan í tær. Til að svara spurningunni enn og aftur um hvort eitthvað hafi breyst, hvort ég hafi tapað trúverðugleikanum, hvort og svo framvegis og svo framvegis... Nei. Það að ég sé hálfviti sem hefur hagað sér hálfvitalega þýðir ekki að baráttan mín sé ekki verðug eða skoðanir mínar vondar. Þau ykkar sem hafa sent mér öll þessi ógrynni af sjúklega fallegum skilaboðum í kvöld; þið getið ekki mögulega ímyndað ykkur hvað það skiptir miklu máli. Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Hildur Lilliendahl fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi "berja“ Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín. 27. febrúar 2014 22:09 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 Sagði lýtalækni réttdræpan Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp. 27. febrúar 2014 23:36 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
„Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það,“ segir Hildur Lilliendahl í Fésbókarfærslu sem hún ritaði í nótt. Í Kastljósi í gærkvöldi var Hildur sökuð um netníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar Þrastardóttur. Skrifaði hún undir notendanafninu NöttZ á samskiptamiðlinum Barnalandi sem í dag heitir Bland. Hefur Hildur gengist við sumum ummælum en segir önnur vera skrifuð af Páli Hilmarssyni, kærasta sínum á þeim tíma sem ummælin voru rituð. „Í mjög stuttu máli hef ég reynt að einbeita mér að því í kvöld að fara ekki að grenja fyrir framan krakkana mína,“ skrifar Hildur í færsluna sem birtist um hálf tvö í nótt. „Ég hef óskaplega lítið af málsbótum. Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt.“ Meðal þeirra ummæla sem birst hafa undir notendanafninu NöttZ eru hótanir í garð Þórdísar Kjartansdóttur lýtalæknis. Var hún sögð mella og réttdræp. Þá voru gróf ummæli í garð Hafdísar Huldar sem voru ástæða þess að söngkonan sagði sögu sína í Kastljósi gærkvöldsins. Hlín Einarsdóttir, ristjóri bleikt.is, greindi svo frá því í gærkvöldi að Hildur hefði óskað eftir því að Hlín yrði barin. Hefði Hildur neitað að draga orð sín til baka. Hildur hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir framgöngu sína gegn netníði á internetinu. Stofnaði hún meðal annars síðuna Karlar sem hata konur þar sem hún birti færslur karlmanna sem hún taldi niðrandi fyrir konur. Hefur hún hlotið verðlaun frá Stígamótum fyrir framgöngu sína á þeim vettvangi. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að Hildur hefði ekki átt að fá verðlaunin á sínum tíma. Samtökin hefðu ekki vitað af fyrri skoðanaskiptum Hildar á internetinu. Hildur sagðist í viðtali á Vísi í gærkvöldi aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill.“ „Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins,“ skrifar Hildur. Hildur segist ætla að setja saman yfirlýsingu þegar málið róist. „Fram að því ætla ég að reyna að segja sem minnst. NöttZ hefur bersýnilega hagað sér brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja.“ Hildur segist ekkert annað að gera í stöðunni en að biðjast mjög auðmjúklega afsökunar. „Ég skammast mín ofan í tær.“ Elsku þið öll. Það eru allir að spyrja hvað ég „segi“ um þetta allt saman. Í mjög stuttu máli hef ég reynt að einbeita mér að því í kvöld að fara ekki að grenja fyrir framan krakkana mína. Fram eftir kvöldi reyndi ég að fylgjast með internetinu en svo gafst ég upp og fór að spila við fjölskylduna mína. Það er field day á öllum fjölmiðlunum sem voru að fatta Barnaland, allir á bólakafi í gúgli og væntanlega alveg tuttugu eða sjötíu nýjar fréttir á leiðinni. En svona í örstuttu máli, svo það komi í það minnsta eitthvað smáræði frá mér til einhvers fólks sem mögulega bíður með öndina í hálsinum og vill ekki mynda sér skoðun fyrr en ég hef sagt eitthvað: Ég segi svosem ekki margt. Ég hef óskaplega lítið af málsbótum. Allt sem ég hef sagt hingað til hefur verið dagsatt, Palli trollaði stundum á nikkinu mínu um stutt skeið frá síðsumri til síðhausts árið 2009. En á Barnalandi hefur NöttZ líka sagt alveg ógeðslega margt heimskulegt. Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins. Ef við tökum Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni sem dæmi, þá eru það ummæli þar sem ég er bókstaflega að gera grín að sjálfri mér og brjóstunum á mér - sem skilst þegar ummælin eru lesin á þeim tíma og þeim stað sem þau eru skrifuð, en það er auðvitað vonlaust að ætla að útskýra það fyrir fólki sem þekkir ekki þennan kúltúr. Það er algjörlega vonlaust. Ég á eftir að sjóða saman einhverja yfirlýsingu þegar þetta róast. Fram að því ætla ég að reyna að segja sem minnst. NöttZ hefur bersýnilega hagað sér brjálæðislega miklu verr heldur en ég hafði áttað mig á, en ég held að notendurnir hafi allir skilið á þeim tíma að hvorki mér né nokkrum öðrum álíka ruddum hafi verið alvara með það sem við vorum að segja. En hvað um það, internetið er internetið og það er nákvæmlega ekkert að gera annað en að biðjast auðmjúklega fyrirgefningar. Mjög svo auðmjúklega. Ég skammast mín ofan í tær. Til að svara spurningunni enn og aftur um hvort eitthvað hafi breyst, hvort ég hafi tapað trúverðugleikanum, hvort og svo framvegis og svo framvegis... Nei. Það að ég sé hálfviti sem hefur hagað sér hálfvitalega þýðir ekki að baráttan mín sé ekki verðug eða skoðanir mínar vondar. Þau ykkar sem hafa sent mér öll þessi ógrynni af sjúklega fallegum skilaboðum í kvöld; þið getið ekki mögulega ímyndað ykkur hvað það skiptir miklu máli.
Tengdar fréttir „Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49 Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Hildur Lilliendahl fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi "berja“ Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín. 27. febrúar 2014 22:09 „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 Sagði lýtalækni réttdræpan Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp. 27. febrúar 2014 23:36 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ "Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. 27. febrúar 2014 21:49
Hildur bað um að Hlín Einarsdóttir yrði barin Hildur Lilliendahl fór þess á leit á bloggsíðu sinni árið 2010 að einhver myndi "berja“ Hlín Einarsdóttur, ritstjóra bleikt.is, fyrir skrif sín. 27. febrúar 2014 22:09
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
Sagði lýtalækni réttdræpan Notandinn NöttZ á bland.is sagði að nafngreindur lýtalæknir væri „mella“ sem ætti að berja og væri réttdræp. 27. febrúar 2014 23:36
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48