Námsmenn mótmæla á Austurvelli á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 13:30 Frá Austurvelli. VISIR/GVA Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira