Erlent

Fyrsta tíst Pútíns var til Obama

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kastast hefur heldur betur í kekki milli forsetanna.
Kastast hefur heldur betur í kekki milli forsetanna. vísir/afp
Fyrsta færsla Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á Twitter innihélt hamingjuóskir til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, þegar hann náði endurkjöri árið 2012.

Washington Post greinir frá og þykir tíst Rússlandsforseta nokkuð skondið í dag í ljósi þeirra deilna sem þjóðirnar standa í um þessar mundir.

Obama hefur beitt refsiaðgerðum gegn ráðamenn í Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga inn í landið, og því er nokkuð ljóst að forsetarnir tveir eru ekki jafn kumpánlegir hvor við annan í dag.

Twitter-reikningur Pútíns hefur þo ekki verið staðfestur af samfélagsmiðlinum en reikningurinn er engu að síður sagður vera opinber Twitter-reikningur forseta Rússlands. Tíst frá forsetanum sjálfum eru merkt #VP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×