Sport

Fjórfaldur Ólympíufari vill verða fréttastjóri

Jakob Jóhann á ÓL í Peking.
Jakob Jóhann á ÓL í Peking. vísir/vilhelm
Í dag var greint frá því hverjir sóttu um lausar yfirmannsstöður hjá Ríkisútvarpinu. Þar vekur athygli að sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson er meðal umsækjanda.

Jakob hefur verið einn besti sundmaður landsins um árabil og er fjórfaldur Ólympíufari.

Hann er verkfræðinemi í dag og hefur greinilega mikinn áhuga á sjónvarpi þar sem hann sækir um bæði stöðu dagskrárstjóra Sjónvarps og um fréttastjórastöðu.

Hann sækir einnig um sem vef- og nýmiðlastjóri

Listana yfir umsækjendur má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×