Segir ummæli Gísla Marteins bera vott um hroka og fáfræði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:51 Sigurjón er í öðru sæti lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum. vísir/vilhelm „Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum,“ segir Sigurjón Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, um erindi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar á vegum Landsbankans á dögunum. Erindið var undir yfirskriftinni „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ og hafa ummæli Gísla um Kópavog farið fyrir brjóstið á þó nokkrum. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli. Sigurjón segir í skoðanapistli sínum á Vísi, sem ber heitið Hroki og hleypidómar Gísla, að ummælin hafi farið fyrir brjóstið á sér, sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng.“ Sigurjón segir Gísla henda fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðji það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn, áður en hann fari svo í þversögn við sjálfan sig. „Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans.“ Sigurjón segir það liggja í augum uppi að Kópavogur muni vekja athygli ferðamanna á komandi árum en þá þurfi samt að halda rétt á spilunum. „Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.“ Gísli segir á Facebook-síðu sinni í dag að það sé óþarfi fyrir íbúa Kópavogs að móðgast yfir ummælunum. „Mér finnst miðborg Reykjavíkur hafa yfirburði yfir miðbæ Kópavogs fyrir ferðamenn. Það er mín skoðun og ég nenni ekki að reyna að fela hana með einhverju skrumi.“ Post by Gisli Marteinn Baldursson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum,“ segir Sigurjón Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, um erindi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar á vegum Landsbankans á dögunum. Erindið var undir yfirskriftinni „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ og hafa ummæli Gísla um Kópavog farið fyrir brjóstið á þó nokkrum. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli. Sigurjón segir í skoðanapistli sínum á Vísi, sem ber heitið Hroki og hleypidómar Gísla, að ummælin hafi farið fyrir brjóstið á sér, sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng.“ Sigurjón segir Gísla henda fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðji það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn, áður en hann fari svo í þversögn við sjálfan sig. „Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans.“ Sigurjón segir það liggja í augum uppi að Kópavogur muni vekja athygli ferðamanna á komandi árum en þá þurfi samt að halda rétt á spilunum. „Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.“ Gísli segir á Facebook-síðu sinni í dag að það sé óþarfi fyrir íbúa Kópavogs að móðgast yfir ummælunum. „Mér finnst miðborg Reykjavíkur hafa yfirburði yfir miðbæ Kópavogs fyrir ferðamenn. Það er mín skoðun og ég nenni ekki að reyna að fela hana með einhverju skrumi.“ Post by Gisli Marteinn Baldursson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira