Segir ummæli Gísla Marteins bera vott um hroka og fáfræði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:51 Sigurjón er í öðru sæti lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum. vísir/vilhelm „Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum,“ segir Sigurjón Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, um erindi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar á vegum Landsbankans á dögunum. Erindið var undir yfirskriftinni „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ og hafa ummæli Gísla um Kópavog farið fyrir brjóstið á þó nokkrum. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli. Sigurjón segir í skoðanapistli sínum á Vísi, sem ber heitið Hroki og hleypidómar Gísla, að ummælin hafi farið fyrir brjóstið á sér, sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng.“ Sigurjón segir Gísla henda fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðji það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn, áður en hann fari svo í þversögn við sjálfan sig. „Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans.“ Sigurjón segir það liggja í augum uppi að Kópavogur muni vekja athygli ferðamanna á komandi árum en þá þurfi samt að halda rétt á spilunum. „Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.“ Gísli segir á Facebook-síðu sinni í dag að það sé óþarfi fyrir íbúa Kópavogs að móðgast yfir ummælunum. „Mér finnst miðborg Reykjavíkur hafa yfirburði yfir miðbæ Kópavogs fyrir ferðamenn. Það er mín skoðun og ég nenni ekki að reyna að fela hana með einhverju skrumi.“ Post by Gisli Marteinn Baldursson. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum,“ segir Sigurjón Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi, um erindi sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar á vegum Landsbankans á dögunum. Erindið var undir yfirskriftinni „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ og hafa ummæli Gísla um Kópavog farið fyrir brjóstið á þó nokkrum. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli. Sigurjón segir í skoðanapistli sínum á Vísi, sem ber heitið Hroki og hleypidómar Gísla, að ummælin hafi farið fyrir brjóstið á sér, sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng.“ Sigurjón segir Gísla henda fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðji það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn, áður en hann fari svo í þversögn við sjálfan sig. „Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans.“ Sigurjón segir það liggja í augum uppi að Kópavogur muni vekja athygli ferðamanna á komandi árum en þá þurfi samt að halda rétt á spilunum. „Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.“ Gísli segir á Facebook-síðu sinni í dag að það sé óþarfi fyrir íbúa Kópavogs að móðgast yfir ummælunum. „Mér finnst miðborg Reykjavíkur hafa yfirburði yfir miðbæ Kópavogs fyrir ferðamenn. Það er mín skoðun og ég nenni ekki að reyna að fela hana með einhverju skrumi.“ Post by Gisli Marteinn Baldursson.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira