„Skaði sem ekki verði bættur“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 21:20 Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. segir að engin samfélagsleg ábyrgð sé fólgin í því að halda áfram rekstri sem ekki gangi. Fyrirtækið áformar að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri. Grafalvarlegt mál segja þingmenn.Um 150 starfsmenn starfa hjá Vísi hf í byggðarlögunum þremur sem um ræðir. Þeim hefur öllum verið boðin vinna hjá fyrirtækinu í Grindavík þegar starfsemin flyst alfarið þangað. Málið var rætt á Alþingi í dag. „Þetta eru grafalvarleg tíðindi fyrir þessi byggðarlög,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir tók í svipaðan streng: „Mér þykir þetta vera döpur tíðindi hjá þessu fyrirtæki sem hefur fengið meðgjöf í formi byggðarkvóta á þessum stöðum í gegnum árin.“Endurskoða ákvörðun sína Stéttafélagið Framsýn á Húsavík krefst þess að Vísir hf. endurskoði áform sín. Hætti fyrirtækið starfsemi sinni þá sé það skaði sem ekki verður bættur. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að fyrirtækið sé tilbúið að endurskoða ákvörðun sína. „Við værum auðvitað ekki að fara fram með þessi áform nema að vera búnir að fara vel í gegnum málið. Við ætlum að gefa þessu mánuð til að taka endanlega ákvörðun,“ segir Pétur Hafsteinn. Pétur segir að aðstæður á markaði kalli eftir breytingum í starfsemi fyrirtækisins. „Það er engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að halda áfram einhverju sem ekki gengur. Samfélagslega ábyrgðin felst í því að gera breytingar sem nauðsynlegar eru. Við ætlum að gera allt sem við getum og kunnum til þess að þessar breytingar verði af hinu góða fyrir sem flesta. Ég er nokkuð bjartsýnn á það að í raun þurfi ekki að koma til neinna uppsagna,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson. Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira