Hilmari var boðið í afmæli Jackie Chan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2014 13:27 Hilmar spjallaði við uppáhalds leikarann sinn. Vísir/aðsent „Þetta var draumi líkast. Ég er búinn að vera aðdáandi hans síðan ég var níu ára gamall,“ segir Hilmar Birgir Haraldsson sem vann í happadrætti - fékk að hitta stórstjörnuna Jackie Chan og var boðið í afmælið hans í Kína í síðustu viku. Hilmar tók þátt í leik á aðdáendasíðu leikarans á Facebook. Fimm þúsund manns reyndu fyrir sér og unnu þúsund manns miða í afmælisveisluna. Eina sem Hilmar þurfti að gera var að fljúga til Kína – Jackie Chan splæsti á hann hótelgistingu, lestarferðum, rútferðum og mat. Allt uppihald var í boði leikarans fræga. Hilmar segir ferðina hafa verið algjörlega ógleymanlega. Hann gisti á flottum hótelum í Peking og Sjanghæ og deildi herbergi með 48 ára gömlum bandarískum sagnfræðingi sem sérhæfir sig í sögu bandaríska hersins.Hér má sjá hluta hópsins sem var boðið í afmæli Jackie Chan.Ræddi við JackieHilmar fékk að hitta stjörnuna. „Hann er æðisleg manneskja. Þetta var alveg ótrúleg tilfinning,“ útskýrir hann. En talaðiru eitthvað við hann?„Já. Ég sagði „hello“ og hann svaraði „hello“. Ég sagði „thank you“ og hann sagði „thank you““. Afmælisveislan sem Jackie Chan hélt var hreint stórglæsileg og spannaði þrjá sólarhringa. Fyrsta kvöldið fór Hilmar á tónleika þar sem Jackie Chan söng sjálfur. Annan daginn fengu hinir heppnu aðdáendur leikarans, sem dregnir voru út í Facebook-leiknum, að fara í leiki með Jackie Chan sjálfum. Þriðja daginn fór hópurinn svo í lest til borgarinnar Sjanghæ og heimsótti safn tileinkað leikaranum. Skalf af ánægju Hilmar fékk tölvupóst frá aðdáendasíðu Jackie Chan í lok febrúar sem staðfesti að honum væri boðið í afmælið. Hann hafði því unnið í þessu happadrætti. „Ég var alveg ótrúlega glaður. Ég trúði þessu varla. Ég skalf og hristist af ánægju og var alveg í skýjunum allan daginn,“ útskýrir Hilmar. Hann lagði svo af stað í ævintýrið þann sjötta apríl. Strax við lendingu í Kína fékk Hilmar jakka, nælu og vesti merkt leikaranum. Hilmar fór síðan á tónleika með strákasveitinni EXO sem haldnir voru til heiðurs Jackie Chan. Stjarnan steig sjálf á sviðið og tók lagið, spjallaði við tónleikagesti og þakkaði fyrir innilega fyrir sig.Hér er Jackie Chan að fagna afmæli sínu með aðdáendum. Hann gaf einum aðdáanda gleraugun sem hann er með.Fóru í leiki með Jackie Chan Á mánudaginn fyrir viku hitti hópurinn afmælisbarnið. „Við fórum í einhverja leiki með honum og var notast við borðtenniskúlur, blýanta og teygjur í þeim leikjum,“ útskýrir Hilmar. „Við fengum myndir af okkur með honum og síðan hélt hann happadrætti með flottum vinningum frá honum. Honum var svo mikið í mun að gleðja aðdáendur sína að þegar vinningarnir voru búnir fór hann að gefa fötin sem hann var í og gleraugun sín. Ég vann því miður ekki neitt, en fékk flotta gjafapoka fulla af Jackie Chan varningi.“ Hópurinn fór á fína veitingastaði og var farið með hann eins og um frægar stjörnur væri að ræða. „Mér leið eins og Justin Bieber. Fullt af unglingsstelpum tóku myndir af sér með mér. Þetta var ótrúlega fyndið.“Hér er hluti hópsins á mynd sem Hilmar fékk að gjöf.Vígðu nánast Jackie Chan safnið Hópurinn fór svo frá Peking til Sjanghæ í þeim tilgangi að kíkja á nýtt safn, sem er tileinkað leikaranum. „Við vorum með þeim fyrstu sem fengu að heimsækja safnið. Þarna var allt um kvikmyndaferil hans, æsku og góðgerðarstarfsemina sem hann hefur tekið þátt. Hann er stórkostleg manneskja þessi maður,“ útskýrir Hilmar. Hópurinn gat auðvitað ekki farið í afmælið hans Jackie Chan án þess að sjá einhverjar af þeim fjölmörgu kvikmyndum sem hann hefur leikið í. „Við fengum að sjá myndirnar Police Story og Chinese Zodiac. Í þeirri seinni stökk hann allt í einu upp á sviðið og heilsaði upp á okkur. Hann vildi vita hvernig okkur þótti safnið. Hann kvaddi okkur svo formlega og þakkaði okkur fyrir að hafa komið í afmælið sitt.“Ótrúlega þakklátur Hilmar kom heim á fimmtudaginn og er ótrúlega ánægður að hafa fengið að fara. „Ég er svo óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt, þakklátur fyrir að hitta Jackie og fyrir allt fólkið sem ég kynntist sem eru núna vinir mínir. Þetta er eitthvað sem ég á eftir að muna allt mitt líf,“ segir hann að lokum. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
„Þetta var draumi líkast. Ég er búinn að vera aðdáandi hans síðan ég var níu ára gamall,“ segir Hilmar Birgir Haraldsson sem vann í happadrætti - fékk að hitta stórstjörnuna Jackie Chan og var boðið í afmælið hans í Kína í síðustu viku. Hilmar tók þátt í leik á aðdáendasíðu leikarans á Facebook. Fimm þúsund manns reyndu fyrir sér og unnu þúsund manns miða í afmælisveisluna. Eina sem Hilmar þurfti að gera var að fljúga til Kína – Jackie Chan splæsti á hann hótelgistingu, lestarferðum, rútferðum og mat. Allt uppihald var í boði leikarans fræga. Hilmar segir ferðina hafa verið algjörlega ógleymanlega. Hann gisti á flottum hótelum í Peking og Sjanghæ og deildi herbergi með 48 ára gömlum bandarískum sagnfræðingi sem sérhæfir sig í sögu bandaríska hersins.Hér má sjá hluta hópsins sem var boðið í afmæli Jackie Chan.Ræddi við JackieHilmar fékk að hitta stjörnuna. „Hann er æðisleg manneskja. Þetta var alveg ótrúleg tilfinning,“ útskýrir hann. En talaðiru eitthvað við hann?„Já. Ég sagði „hello“ og hann svaraði „hello“. Ég sagði „thank you“ og hann sagði „thank you““. Afmælisveislan sem Jackie Chan hélt var hreint stórglæsileg og spannaði þrjá sólarhringa. Fyrsta kvöldið fór Hilmar á tónleika þar sem Jackie Chan söng sjálfur. Annan daginn fengu hinir heppnu aðdáendur leikarans, sem dregnir voru út í Facebook-leiknum, að fara í leiki með Jackie Chan sjálfum. Þriðja daginn fór hópurinn svo í lest til borgarinnar Sjanghæ og heimsótti safn tileinkað leikaranum. Skalf af ánægju Hilmar fékk tölvupóst frá aðdáendasíðu Jackie Chan í lok febrúar sem staðfesti að honum væri boðið í afmælið. Hann hafði því unnið í þessu happadrætti. „Ég var alveg ótrúlega glaður. Ég trúði þessu varla. Ég skalf og hristist af ánægju og var alveg í skýjunum allan daginn,“ útskýrir Hilmar. Hann lagði svo af stað í ævintýrið þann sjötta apríl. Strax við lendingu í Kína fékk Hilmar jakka, nælu og vesti merkt leikaranum. Hilmar fór síðan á tónleika með strákasveitinni EXO sem haldnir voru til heiðurs Jackie Chan. Stjarnan steig sjálf á sviðið og tók lagið, spjallaði við tónleikagesti og þakkaði fyrir innilega fyrir sig.Hér er Jackie Chan að fagna afmæli sínu með aðdáendum. Hann gaf einum aðdáanda gleraugun sem hann er með.Fóru í leiki með Jackie Chan Á mánudaginn fyrir viku hitti hópurinn afmælisbarnið. „Við fórum í einhverja leiki með honum og var notast við borðtenniskúlur, blýanta og teygjur í þeim leikjum,“ útskýrir Hilmar. „Við fengum myndir af okkur með honum og síðan hélt hann happadrætti með flottum vinningum frá honum. Honum var svo mikið í mun að gleðja aðdáendur sína að þegar vinningarnir voru búnir fór hann að gefa fötin sem hann var í og gleraugun sín. Ég vann því miður ekki neitt, en fékk flotta gjafapoka fulla af Jackie Chan varningi.“ Hópurinn fór á fína veitingastaði og var farið með hann eins og um frægar stjörnur væri að ræða. „Mér leið eins og Justin Bieber. Fullt af unglingsstelpum tóku myndir af sér með mér. Þetta var ótrúlega fyndið.“Hér er hluti hópsins á mynd sem Hilmar fékk að gjöf.Vígðu nánast Jackie Chan safnið Hópurinn fór svo frá Peking til Sjanghæ í þeim tilgangi að kíkja á nýtt safn, sem er tileinkað leikaranum. „Við vorum með þeim fyrstu sem fengu að heimsækja safnið. Þarna var allt um kvikmyndaferil hans, æsku og góðgerðarstarfsemina sem hann hefur tekið þátt. Hann er stórkostleg manneskja þessi maður,“ útskýrir Hilmar. Hópurinn gat auðvitað ekki farið í afmælið hans Jackie Chan án þess að sjá einhverjar af þeim fjölmörgu kvikmyndum sem hann hefur leikið í. „Við fengum að sjá myndirnar Police Story og Chinese Zodiac. Í þeirri seinni stökk hann allt í einu upp á sviðið og heilsaði upp á okkur. Hann vildi vita hvernig okkur þótti safnið. Hann kvaddi okkur svo formlega og þakkaði okkur fyrir að hafa komið í afmælið sitt.“Ótrúlega þakklátur Hilmar kom heim á fimmtudaginn og er ótrúlega ánægður að hafa fengið að fara. „Ég er svo óendanlega þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt, þakklátur fyrir að hitta Jackie og fyrir allt fólkið sem ég kynntist sem eru núna vinir mínir. Þetta er eitthvað sem ég á eftir að muna allt mitt líf,“ segir hann að lokum.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira