Erlent

Verjendur Mladic segja hann föðurlandsvin

Bjarki Ármannsson skrifar
Mladic árið 2011.
Mladic árið 2011. Vísir/AFP
Verjendur Ratko Mladic, fyrrum hershöfðingja í her Bosníu-Serba, hófu í dag málflutning sinn hjá Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag. Mladic er sakaður um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu frá því í Bosníustríðinu sem stóð yfir frá 1992 til 1995.

Frá þessu greinir BBC. Hinn 72 ára Mladic er með þeim allra þekktustu einstaklingunum sem dregnir hafa verið fyrir dómstólinn. Kærurnar gegn honum eru ellefu talsins og hann neitar þeim öllum.

Meðal annars er honum gert að sök að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á óbreytta borgara í umsátrinu um borgina Sarajevo sem stóð yfir í þrjú ár og kostaði um tíu þúsund manns lífið. Hann er einnig ásakaður um að hafa komið að fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995, þar sem um átta þúsund íslamskir menn og drengir voru teknir af lífi.  Atburðirnir í Srebrenica eru líklegast mesta voðaverk sem átt hefur sér stað í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld.

Mladic (t.v.) og Karadzic árið 1993.Vísir/AFP
Verjendur Mladic segja að hann hafi aldrei gert annað en að fylgja skipunum yfirmanna. Sömuleiðis hafa þeir lýst honum sem föðurlandsvini sem barðist til að vernda þjóð sína. Sjálfur hefur Mladic gagnrýnt réttarhöldin og kallað þau „satanísk.“ 

Skoðanir á fyrrum hershöfðingjanum eru skiptar en margir eftirlifendur stríðsins í Bosníu, þá sérstaklega bosnískir múslimar, telja Mladic ábyrgan fyrir því sem þeir þurftu að þola á stríðsárunum. Mladic var handtekinn árið 2011 eftir að hafa verið á flótta frá yfirvöldum í sextán ár. Einnig er um þessar mundir réttað yfir Radovan Karadzic, fyrrum hershöfðingja Bosníu-Serba og félaga Mladic, sem einnig er kærður fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.


Tengdar fréttir

Verjandi Mladic segir hann ekki færan um að koma fyrir dóm

Verjandi Radko Mladic segir ómögulegt að halda uppi vitænum samræðum við stríðsherrann fyrrverandi, sem hafi í þrígang fengið heilablóðfall og þrugli nú tóma vitleysu. Hann sé ekki fær um að koma fyrir dóm.

Mladic segist enga glæpi hafa framið

Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin.

Mladic neitar að mæta fyrir rétt

Ratko Mladic fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu Serba ætlar ekki að mæta fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag eins og áætlað hafði verið. Til stóð að Mladic myndi tjá sig um ákæruatriðin gegn sér frammi fyrir dómurunum í dag en af því verður ekki þar sem lögfræðingar hans hafa enn ekki verið vottaðir af réttinum. Mladic er ákærður í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóðarmorð í tengslum við stríðið í Bosníu á fyrri hluta tíunda áratugarins.

Var í meira en fimmtán ár á flótta

Hershöfðinginn Ratkó Mladic hefur verið handsamaður eftir meira en fimmtán ár á flótta. Hann er talinn bera ábyrgð á þjóðarmorði í Bosníu.

Ratko Mladic handtekinn - eftirlýstur fyrir þjóðarmorð

Serbneski hershöfðinginn Ratko Mladic hefur verið handtekinn í heimalandi sínu. Serbnesk útvarpsstöð greindi fyrst frá þessu í morgun en Boris Tadic forseti Serbíu tilkynnti þetta á blaðamannafundi rétt í þessu. Mladic hefur í mörg ár verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð í Bosníu stríðinu.

Segja Ratko of veikan fyrir framsal

Fresta þurfti réttarhöld yfir Ratko Mladic sem varða framsal hans til stríðsglæpadómstólsins í Haag vegna bágrar heilsu.

Mladic vísað úr réttarsalnum

Dómarar stríðsglæpadómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna vísuðu Ratko Mladic, fyrrverandi herforingja Bosníu-Serba, út úr réttarsalnum í gær.

Réttarhöld yfir Mladic halda áfram

Réttarhöldin yfir slátraranum frá Bosníu, Ratko Mladic, hófust aftur í dag með vitnaleiðslum í Haag fyrir Alþjóðadómstólnum um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu.

Mladic segist ekki hafa fyrirskipað fjöldamorðin

Fyrrverandi hershöfðinginn Ratkó Mladic segist ekki hafa fyrirskipað fjöldamorð á mörg þúsundum múslima í Srebrenica árið 1995. Þetta hafa fjölmiðlar eftir Darko syni hans sem spjallaði við fjölmiðla eftir að hann heimsótti föður sinn í Serbíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×