Íslenski boltinn

Einar Orri biðst afsökunar

Einar Orri Einarsson.
Einar Orri Einarsson. vísir/daníel
Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar sinnar í leik Keflavíkur og FH í gær.

Hann fékk þá að líta rauða spjaldið eftir að hafa brugðist illa við í kjölfar þess að vera sparkaður niður.

Einar fór mikinn er hann virtist hóta því að skera Böðvar Böðvarsson á háls og svo öskraði hann á aðstoðardómarann áður en hann hrækti að varamannaskýli FH-inga.

Yfirlýsing Einars Orra sem var birt á fótbolti.net:

Ég undirritaður Einar Orri Einarsson vil biðja alla þá sem að leik Keflavíkur og FH komu í gær innilegar afsökunar á viðbrögðum mínum við brottrekstrinum.

Þetta eru viðbrögð sem leikmaður á ekki að sýna.

Með knattspyrnukveðju,

Einar Orri Einarsson


Tengdar fréttir

Einar þarf að hugsa sinn gang

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld.

Einar Orri má ekki tjá sig

"Knattspyrnudeildin hefur beðið mig að tjá mig ekkert um málið að svo stöddu. Ég held að það sé bara ágæt ákvörðun," segir Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×