Íslenski boltinn

Missti alla virðingu fyrir Keflavík en baðst svo afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristján Flóki og Böðvar í æfingaferð með FH.
Kristján Flóki og Böðvar í æfingaferð með FH. Vísir/Anton Ingi
Kristján Flóki Finnbogason, FH-ingurinn ungi í röðum danska stórliðsins FC Kaupmannahafnar, sendi Keflvíkingum tóninn á Twitter í gærkvöldi eftir fjörugan leik Keflavíkur og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta.

Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflavíkur, var rekinn af velli undir lok leiksins og brást illur við. Hann rauk í BöðvarBöðvarsson, leikmann FH, en fyrir það fékk hann seinna gula spjaldið.

Einar renndi svo fingri yfir háls sér og beindi því að Böðvari rétt áður en hann öskraði á fjórða dómarann og hrækti svo í átt að varamannaskýli FH-inga.

„Búinn að missa allt respect fyrir Keflavík! Þetta eru bara glæpamenn #EinarOrri #ScottRamsey #ElíasMár Löppin getur ekki sofnað í kvöld,“ skrifaði Kristján Flóki á Twitter í gær.

Kristján Flóki er nú búinn að taka færsluna út og biðjast afsökunar „á heimskulegum ummælum“. Hann segir að um einkahúmor sé að ræða og sjálfur sé hann ættaður úr Keflavík.


Tengdar fréttir

Einar þarf að hugsa sinn gang

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur engan vafa á því að FH-ingurinn Hólmar Örn Rúnarsson átti að fá rautt spjald í leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×