Innlent

Sá rottu bíta barn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Pálsson tók mynd af rottunni í garðinum hjá sér.
Stefán Pálsson tók mynd af rottunni í garðinum hjá sér. mynd/stefán
„Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag.

„Ég sat inni í stofu hjá mér og sé nokkur börn vera að leika sér út í garðinum fyrir utan gluggann hjá mér. Á meðan ég er að horfa útum gluggann sé ég unga stelpu sem hefur sennilega verið um sjö til átta ára gömul pota eitthvað í hreyfingalausa rottu sem reyndist heldur betur vera lifandi,“ segir Stefán en rottan beit því næst stelpuna í puttann.

„Ég kom stelpunni strax til síns heima og reikna fastlega með því að búið sé að fara með hana upp á slysavarðstofuna. Hún meiddi sig töluvert og það blæddi undan.“

Þetta ku vera annað rottumálið í dag sem ratar í fjölmiðla en loka þurfti Vesturbæjarlaug rétt fyrir hádegi í dag vegna þess að rotta sást á sundlaugarbakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×