Menning

Erró í Efra-Breiðholt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Erró.
Erró. mynd/aðsend
Til stendur að skreyta gafl tveggja bygginga í Efra-Breiðholti með verkum myndlistarmannsins Erró. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Það var Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, sem lagði tillöguna fram en í greinargerð með henni kemur fram að Erró hafi boðist til að gefa borginni höfundarverk sitt fyrir tvo veggi í þessu skyni.

„Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og það yrði mikill fengur að fá varanlegt listaverk eftir þennan heimsfræga listamann í almenningsrými í borginni. Verk Errós í Breiðholti yrðu einnig til þess að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra Breiðholtið og auka stolt íbúanna af nærumhverfi sínu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Verk Errós hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu og víða um heim. Veggmyndir hans prýða ýmsar merkar byggingum í fjölmörgum borgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.