Íslenski boltinn

HK vann í Kórnum | Loksins fékk Leiknir á sig mark

Guðmundur Atli skoraði tvívegis fyrir HK í sigri á Víkingi Ó. í dag.
Guðmundur Atli skoraði tvívegis fyrir HK í sigri á Víkingi Ó. í dag. Heimasíða HK
Sjöttu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu lauk í dag með fjórum leikjum.

Nýliðar HK unnu góðan sigur á Víkingi Ó. í Kórnum með fjórum mörkum gegn tveimur.

Viktor Unnar Illugason kom HK yfir á 33. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti Guðmundur Atli Steinþórsson við marki úr vítaspyrnu.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum frá Antonio Jose Espinosa Mossi og Eyþóri Helga Birgissyni á fjögurra mínútna kafla.

Atli Valsson kom heimamönnum aftur yfir með marki á 59. mínútu og Guðmundur Atli skoraði svo sitt annað úr vítaspyrnu sjö mínútum seinna. Í millitíðinni fékk varnarmaður Ólsara, Tomasz Luba, að líta rauða spjaldið.

Topplið Leiknis og Selfoss skildu jöfn, 1-1, í Breiðholtinu. Staðan var markalaus í hálfleik, en Hilmar Árni Halldórsson kom Leikni yfir á 62. mínútu með sínu þriðja marki í sumar.

Varamaðurinn Magnús Ingi Einarsson tryggði svo gestunum stig með marki á 78. mínútu, en þetta var fyrsta markið sem Leiknir fær á sig í deildinni á tímabilinu.

KA gerði góða ferð til Ísafjarðar og vann BÍ/Bolungarvík með tveimur mörkum gegn einu.

Atli Sveinn Þórarinsson kom KA yfir á 37. mínútu, en fjórum mínútum síðar jafnaði Björgvin Stefánsson metin.

Jóhann Helgason kom gestunum yfir með marki á 64. mínútu og það var svo Hallgrímur Mar Steingrímsson sem gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á lokamínútnni. KA-menn léku síðustu 24 mínútur leiksins manni færri eftir að Arsenij Buinickij fékk að líta rauða spjaldið.

Þá vann ÍA stórsigur á botnliði Tindastóls á Sauðárkróki með fimm mörkum gegn engu. Garðar Bergmenn Gunnlaugsson skoraði þrennu og Hjörtur Hjartarson tvö mörk. ÍA komst með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar, en liðið er nú aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×