Íslenski boltinn

Árni Freyr: Ég man ekkert hvað gerðist

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Árni Freyr Ásgeirsson fluttur á brott í sjúkrabíl á Laugardalsvellinum í gær.
Árni Freyr Ásgeirsson fluttur á brott í sjúkrabíl á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Daníel
„Ég er bara svona allt í lagi - ekki meira en það,“ segir Árni Freyr Ásgeirsson, markvörður Keflavíkur, í samtali við Vísi en hann var borinn af velli í leik Fram og Keflavíkur í Pepsi-deildinni í gærkvöldi.

Árni lenti í samstuði við samherja sinn Unnar Má Unnarsson og steinrotaðist. Hann var rakleiðis borinn af velli og inn í hús áður en sjúkrabíll flutti hann á spítala.

„Ég man ekkert hvað gerðist. Ég rankaði bara við mér á börum inn í húsi. Það er það fyrsta sem ég man eftir mér,“ segir Árni en Unnar Már var ekki lengi að hringja í félaga sinn í dag og athuga stöðuna.

„Hann var eitthvað stressaður yfir þessu og hringdi í mig. Ég man ekkert hvað gerðist en eins og hann lýsir þessu þá var hann að elta einhvern þarna og ætlar svo að hoppa yfir mig. Hann hefur bara ekki drifið alla leið,“ segi Árni Freyr.

Árni Freyr borinn af velli í gær.Vísir/Daníel
Markvörðurinn hlaut þungan heilahristing en annars er í lagi með Árna Frey sem leysti Jonas Sandqvist af í marki Keflavíkur í gærkvöldi.

„Ég fór í myndatöku og læknarnir sögðu að nú tæki bara við hvíld. Þó þetta hafi verið þungur heilahristingur þá er þetta ekkert meira en það. Ekkert höfuðkúpubrot eða neitt þannig. Ætli ég þurfi ekki að hvíla í svona viku eða rúmlega það,“ segir Árni Freyr Ásgeirsson.

Sindri Kristinn Ólafsson, strákur fædur 1997, kom inn á í stað Árna Freys á 55. mínútu. Hann hélt hreinu í sínum fyrsta leik í meistaraflokki á Íslandsmóti en liðin skildu jöfn, 1-1.

Hann verður væntanlega aftur á varamannabekknum þegar Keflavík mætir Stjörnunni í 8. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en þá verður sænski markvörðurinn Jonas Sandqvist kominn aftur.


Tengdar fréttir

Kristján: Í lagi með Árna Frey

Þjálfari Keflavíkur segir að það sé verið að tjasla saman markverðinum Árna Frey Ásgeirssyni eftir þungt höfuðhögg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×