Komast ekki að líkum vegna bardaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 23:09 Vísir/AP Nærri því tveimur vikum eftir að malasíska farþegaflugvélin MH 17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, liggja lík enn á jörðinni. Ættingjar farþeganna eru orðnir hræddir um að koma höndunum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna. Bardagar á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna hafa komið í veg fyrir að alþjóðlegur rannsóknarhópur komist á vettvang. Hópnum er ætlað að rannsaka brak vélarinnar og finna lík og bera kennsl á þau. AP fréttaveitan segir frá því að aðskilnaðarsinnarnir, sem fundu 200 af 298 farþegum vélarinnar, eru nú hættir leit. Þeir segja það vera vegna árása stjórnarhersins. Ekki er ljóst hve mikið er eftir af líkum fólksins. Hiti á svæðinu hefur verið um 32 gráður þau hafa legið undir berum himni í nærri því tvær vikur. Forsætisráðherra Hollands segir það þó vera forgangsverk ríkisstjórnar sinnar að ná öllum til síns heima. Þrátt fyrir það eru menn ekki vongóðir um að komast að svæðinu á næstunni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að öryggið muni aukast nægilega á næstu dögum,“ sagði Pieter-Jaap Aalsbersberg, úr rannsóknarhópnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar lýsi yfir vopnahléi svo hægt sé að finna líkin. „Fjölskyldur fórnarlamba þessa harmleiks eiga skilið að fá lokun og heimurinn heimtar svör. Alþjóðlegi hópurinn verður að fá að vinna sína vinnu,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður sþ. MH17 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Nærri því tveimur vikum eftir að malasíska farþegaflugvélin MH 17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, liggja lík enn á jörðinni. Ættingjar farþeganna eru orðnir hræddir um að koma höndunum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna. Bardagar á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna hafa komið í veg fyrir að alþjóðlegur rannsóknarhópur komist á vettvang. Hópnum er ætlað að rannsaka brak vélarinnar og finna lík og bera kennsl á þau. AP fréttaveitan segir frá því að aðskilnaðarsinnarnir, sem fundu 200 af 298 farþegum vélarinnar, eru nú hættir leit. Þeir segja það vera vegna árása stjórnarhersins. Ekki er ljóst hve mikið er eftir af líkum fólksins. Hiti á svæðinu hefur verið um 32 gráður þau hafa legið undir berum himni í nærri því tvær vikur. Forsætisráðherra Hollands segir það þó vera forgangsverk ríkisstjórnar sinnar að ná öllum til síns heima. Þrátt fyrir það eru menn ekki vongóðir um að komast að svæðinu á næstunni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að öryggið muni aukast nægilega á næstu dögum,“ sagði Pieter-Jaap Aalsbersberg, úr rannsóknarhópnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar lýsi yfir vopnahléi svo hægt sé að finna líkin. „Fjölskyldur fórnarlamba þessa harmleiks eiga skilið að fá lokun og heimurinn heimtar svör. Alþjóðlegi hópurinn verður að fá að vinna sína vinnu,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður sþ.
MH17 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira