Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Bjarki Ármannsson skrifar 12. ágúst 2014 15:20 Gylfi Ægisson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Salmann Tamimi. Vísir/Samsett Töluvert ber á ummælum á íslenskum netfréttamiðlum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar greiningar á hatursorðræðu á netmiðlum sem unnin var fyrir mannréttindaráð Reykjavíkur og kynnt var í dag. Í greiningunni segir einnig að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig séu algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma. Mikill meirihluti ummælanna, um 75 prósent, séu skrifuð af karlmönnum. Þá segir að fordómafull ummæli á netfréttamiðlum séu iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg. Hins vegar segir að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“Bygging mosku í Reykjavík Einn þeirra efnisflokka sem skoðaðir voru er fréttaflutningur af fyrirhugaðri byggingu mosku á lóð Félags múslima í Sogamýri. Skoðuð voru ummæli á netmiðlunum Vísi, DV og Eyjunni í tengslum við grein sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði í Morgunblaðið annars vegar og ummæli sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, lét falla í viðtali við Vísi hins vegar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að mikill, merkjanlegur munur sé á umræðunni varðandi þessi tvö mál, þó í bæði skiptin hafi það verið til umræðu hvort múslimar ættu að fá að byggja mosku á Íslandi. Umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar hafi verið mun grófari og þar hafi verið að finna mikinn fjölda af ummælum sem einkenndust af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum sem gætu mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Eins og greint var frá bárust Salmann Tamimi, einum forsvarsmanna Félags múslima, morðhótanir í ummælakerfum sem hann hugðist kæra. „Helsta ástæða þessa munar er líklega sú að í tengslum við seinni umræðuna voru margir einstaklingar sem gegna, eða voru að sækjast eftir, opinberum valdastöðum í samfélaginu sem tjáðu sig með neikvæðum hætti um byggingu mosku í Reykjavík,“ segir í niðurstöðum greiningarinnar. „Sú orðræða, ásamt þögn ýmissa valdamikilla aðila, kann að hafa verið túlkuð sem svo að það væri búið að gefa samfélagslegt samþykki fyrir því að setja slíkar skoðanir fram á opinberum vettvangi.“Ummæli um samkynhneigða Í greiningunni voru einnig skoðuð ummæli við aðsendar greinar, viðtöl, fréttir og pistla um hinsegin fólk, flest þeirra tengd frétt um ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar á Facebook þess efnis að hann teldi gleðigöngu hinsegin fólks „skemma börn.“ Einnig voru skoðaðar fréttir og viðtöl um viðhorf leiðtoga trúfélaga til samkynhneigðar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna nokkur ummæli sem hugsanlega gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt hegningarlögum. Óvíst sé þó hvort ákært yrði fyrir þessi ummæli, sé litið til dómaframkvæmdar. Í niðurstöðunum segir meðal annars: „Mikil umræða er um tjáningarfrelsi án skilnings á lagalegum takmörkum þess hugtaks. Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst það vera „pólitískt eitur og skoðanakúgun“ að mega ekki tjá fordómafullar skoðanir ... Eitt helsta einkennið er skortur á virðingu fyrir skoðunum annarra og skortur á rökræðu. Almennt svarar meirihluti þátttakenda þeim sem þeir eru ósammála með móðgunum og rökleysum frekar en af kurteisi og með rökum.“ Greiningin var unnin af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf. Lesa má greininguna í heild sinni, með fjölmörgum dæmum um ummæli sem skoðuð voru, í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Töluvert ber á ummælum á íslenskum netfréttamiðlum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar greiningar á hatursorðræðu á netmiðlum sem unnin var fyrir mannréttindaráð Reykjavíkur og kynnt var í dag. Í greiningunni segir einnig að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig séu algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma. Mikill meirihluti ummælanna, um 75 prósent, séu skrifuð af karlmönnum. Þá segir að fordómafull ummæli á netfréttamiðlum séu iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg. Hins vegar segir að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“Bygging mosku í Reykjavík Einn þeirra efnisflokka sem skoðaðir voru er fréttaflutningur af fyrirhugaðri byggingu mosku á lóð Félags múslima í Sogamýri. Skoðuð voru ummæli á netmiðlunum Vísi, DV og Eyjunni í tengslum við grein sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði í Morgunblaðið annars vegar og ummæli sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, lét falla í viðtali við Vísi hins vegar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að mikill, merkjanlegur munur sé á umræðunni varðandi þessi tvö mál, þó í bæði skiptin hafi það verið til umræðu hvort múslimar ættu að fá að byggja mosku á Íslandi. Umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar hafi verið mun grófari og þar hafi verið að finna mikinn fjölda af ummælum sem einkenndust af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum sem gætu mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Eins og greint var frá bárust Salmann Tamimi, einum forsvarsmanna Félags múslima, morðhótanir í ummælakerfum sem hann hugðist kæra. „Helsta ástæða þessa munar er líklega sú að í tengslum við seinni umræðuna voru margir einstaklingar sem gegna, eða voru að sækjast eftir, opinberum valdastöðum í samfélaginu sem tjáðu sig með neikvæðum hætti um byggingu mosku í Reykjavík,“ segir í niðurstöðum greiningarinnar. „Sú orðræða, ásamt þögn ýmissa valdamikilla aðila, kann að hafa verið túlkuð sem svo að það væri búið að gefa samfélagslegt samþykki fyrir því að setja slíkar skoðanir fram á opinberum vettvangi.“Ummæli um samkynhneigða Í greiningunni voru einnig skoðuð ummæli við aðsendar greinar, viðtöl, fréttir og pistla um hinsegin fólk, flest þeirra tengd frétt um ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar á Facebook þess efnis að hann teldi gleðigöngu hinsegin fólks „skemma börn.“ Einnig voru skoðaðar fréttir og viðtöl um viðhorf leiðtoga trúfélaga til samkynhneigðar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna nokkur ummæli sem hugsanlega gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt hegningarlögum. Óvíst sé þó hvort ákært yrði fyrir þessi ummæli, sé litið til dómaframkvæmdar. Í niðurstöðunum segir meðal annars: „Mikil umræða er um tjáningarfrelsi án skilnings á lagalegum takmörkum þess hugtaks. Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst það vera „pólitískt eitur og skoðanakúgun“ að mega ekki tjá fordómafullar skoðanir ... Eitt helsta einkennið er skortur á virðingu fyrir skoðunum annarra og skortur á rökræðu. Almennt svarar meirihluti þátttakenda þeim sem þeir eru ósammála með móðgunum og rökleysum frekar en af kurteisi og með rökum.“ Greiningin var unnin af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf. Lesa má greininguna í heild sinni, með fjölmörgum dæmum um ummæli sem skoðuð voru, í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira