Töluvert um staðalmyndir og kynþáttafordóma á íslenskum netmiðlum Bjarki Ármannsson skrifar 12. ágúst 2014 15:20 Gylfi Ægisson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Salmann Tamimi. Vísir/Samsett Töluvert ber á ummælum á íslenskum netfréttamiðlum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar greiningar á hatursorðræðu á netmiðlum sem unnin var fyrir mannréttindaráð Reykjavíkur og kynnt var í dag. Í greiningunni segir einnig að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig séu algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma. Mikill meirihluti ummælanna, um 75 prósent, séu skrifuð af karlmönnum. Þá segir að fordómafull ummæli á netfréttamiðlum séu iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg. Hins vegar segir að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“Bygging mosku í Reykjavík Einn þeirra efnisflokka sem skoðaðir voru er fréttaflutningur af fyrirhugaðri byggingu mosku á lóð Félags múslima í Sogamýri. Skoðuð voru ummæli á netmiðlunum Vísi, DV og Eyjunni í tengslum við grein sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði í Morgunblaðið annars vegar og ummæli sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, lét falla í viðtali við Vísi hins vegar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að mikill, merkjanlegur munur sé á umræðunni varðandi þessi tvö mál, þó í bæði skiptin hafi það verið til umræðu hvort múslimar ættu að fá að byggja mosku á Íslandi. Umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar hafi verið mun grófari og þar hafi verið að finna mikinn fjölda af ummælum sem einkenndust af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum sem gætu mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Eins og greint var frá bárust Salmann Tamimi, einum forsvarsmanna Félags múslima, morðhótanir í ummælakerfum sem hann hugðist kæra. „Helsta ástæða þessa munar er líklega sú að í tengslum við seinni umræðuna voru margir einstaklingar sem gegna, eða voru að sækjast eftir, opinberum valdastöðum í samfélaginu sem tjáðu sig með neikvæðum hætti um byggingu mosku í Reykjavík,“ segir í niðurstöðum greiningarinnar. „Sú orðræða, ásamt þögn ýmissa valdamikilla aðila, kann að hafa verið túlkuð sem svo að það væri búið að gefa samfélagslegt samþykki fyrir því að setja slíkar skoðanir fram á opinberum vettvangi.“Ummæli um samkynhneigða Í greiningunni voru einnig skoðuð ummæli við aðsendar greinar, viðtöl, fréttir og pistla um hinsegin fólk, flest þeirra tengd frétt um ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar á Facebook þess efnis að hann teldi gleðigöngu hinsegin fólks „skemma börn.“ Einnig voru skoðaðar fréttir og viðtöl um viðhorf leiðtoga trúfélaga til samkynhneigðar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna nokkur ummæli sem hugsanlega gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt hegningarlögum. Óvíst sé þó hvort ákært yrði fyrir þessi ummæli, sé litið til dómaframkvæmdar. Í niðurstöðunum segir meðal annars: „Mikil umræða er um tjáningarfrelsi án skilnings á lagalegum takmörkum þess hugtaks. Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst það vera „pólitískt eitur og skoðanakúgun“ að mega ekki tjá fordómafullar skoðanir ... Eitt helsta einkennið er skortur á virðingu fyrir skoðunum annarra og skortur á rökræðu. Almennt svarar meirihluti þátttakenda þeim sem þeir eru ósammála með móðgunum og rökleysum frekar en af kurteisi og með rökum.“ Greiningin var unnin af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf. Lesa má greininguna í heild sinni, með fjölmörgum dæmum um ummæli sem skoðuð voru, í viðhengi við þessa frétt. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Töluvert ber á ummælum á íslenskum netfréttamiðlum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Þetta segir í niðurstöðum nýrrar greiningar á hatursorðræðu á netmiðlum sem unnin var fyrir mannréttindaráð Reykjavíkur og kynnt var í dag. Í greiningunni segir einnig að algengast sé að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Einnig séu algeng ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma. Mikill meirihluti ummælanna, um 75 prósent, séu skrifuð af karlmönnum. Þá segir að fordómafull ummæli á netfréttamiðlum séu iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg. Hins vegar segir að „fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem þeim er svarað með rökum og upplýsingum.“Bygging mosku í Reykjavík Einn þeirra efnisflokka sem skoðaðir voru er fréttaflutningur af fyrirhugaðri byggingu mosku á lóð Félags múslima í Sogamýri. Skoðuð voru ummæli á netmiðlunum Vísi, DV og Eyjunni í tengslum við grein sem Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifaði í Morgunblaðið annars vegar og ummæli sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þáverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins til borgarstjórnar, lét falla í viðtali við Vísi hins vegar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að mikill, merkjanlegur munur sé á umræðunni varðandi þessi tvö mál, þó í bæði skiptin hafi það verið til umræðu hvort múslimar ættu að fá að byggja mosku á Íslandi. Umræðan í tengslum við ummæli Sveinbjargar hafi verið mun grófari og þar hafi verið að finna mikinn fjölda af ummælum sem einkenndust af ný-rasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og þó nokkuð af ummælum sem gætu mögulega verið skilgreind sem hatursorðræða. Eins og greint var frá bárust Salmann Tamimi, einum forsvarsmanna Félags múslima, morðhótanir í ummælakerfum sem hann hugðist kæra. „Helsta ástæða þessa munar er líklega sú að í tengslum við seinni umræðuna voru margir einstaklingar sem gegna, eða voru að sækjast eftir, opinberum valdastöðum í samfélaginu sem tjáðu sig með neikvæðum hætti um byggingu mosku í Reykjavík,“ segir í niðurstöðum greiningarinnar. „Sú orðræða, ásamt þögn ýmissa valdamikilla aðila, kann að hafa verið túlkuð sem svo að það væri búið að gefa samfélagslegt samþykki fyrir því að setja slíkar skoðanir fram á opinberum vettvangi.“Ummæli um samkynhneigða Í greiningunni voru einnig skoðuð ummæli við aðsendar greinar, viðtöl, fréttir og pistla um hinsegin fólk, flest þeirra tengd frétt um ummæli tónlistarmannsins Gylfa Ægissonar á Facebook þess efnis að hann teldi gleðigöngu hinsegin fólks „skemma börn.“ Einnig voru skoðaðar fréttir og viðtöl um viðhorf leiðtoga trúfélaga til samkynhneigðar. Greiningin komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna nokkur ummæli sem hugsanlega gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt hegningarlögum. Óvíst sé þó hvort ákært yrði fyrir þessi ummæli, sé litið til dómaframkvæmdar. Í niðurstöðunum segir meðal annars: „Mikil umræða er um tjáningarfrelsi án skilnings á lagalegum takmörkum þess hugtaks. Mörgum sem taka þátt í umræðunni finnst það vera „pólitískt eitur og skoðanakúgun“ að mega ekki tjá fordómafullar skoðanir ... Eitt helsta einkennið er skortur á virðingu fyrir skoðunum annarra og skortur á rökræðu. Almennt svarar meirihluti þátttakenda þeim sem þeir eru ósammála með móðgunum og rökleysum frekar en af kurteisi og með rökum.“ Greiningin var unnin af Bjarneyju Friðriksdóttur, doktorsnema í Evrópulöggjöf. Lesa má greininguna í heild sinni, með fjölmörgum dæmum um ummæli sem skoðuð voru, í viðhengi við þessa frétt.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira