Hallur Hallsson hellti sér yfir þjálfara Vals Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. september 2014 13:45 Hallur var ekki sáttur við Magnús og lét hann fá það óþvegið. „Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09