Vilja lækka laun handhafa forsetavalds verulega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 14:46 Þeir Einar K., Sigmundur Davíð og Markús eiga að skipta með sér 198.376 krónum fyrir að taka að sér vald forseta í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar. Vísir / Samsett mynd Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að handhafar forsetavalds skuli samanlagt njóta sem svarar til eins tíunda hluta launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stundarsakir. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram frumvarpið í dag og var því dreift á þingi eftir hádegi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir eru meðflutningsmenn. Þetta er þriðja tilraunin til að lækka laun handhafanna. Magnús Orri Schram, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, flutti samskonar frumvarp fyrir hönd efnahags- og skattanefndar á síðasta kjörtímabili og Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, flutti samskonar frumvarp á síðasta ári. Í seinna skiptið átti hinsvegar að fella greiðslurnar niður með öllu. Samkvæmt núgildandi lögum fá handhafar forsetavaldsins jafn há laun og forseti en handhafar valdsins skipta þeim á milli sín þann tíma sem þeir eru við völd hverju sinni. Frumvarpið gerir ráð fyrir allverulegri lækkun á þessum launum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum árlega síðastliðin fimm ár á núverandi verðlagi. Stjórnarskráin heimilar ekki að laun til handhafa forsetavaldsins falli alveg niður og því er lagt til að lækka þau. Launakjör forsetans eru ákveðin af kjararáði líkt og laun annarra opinberra starfsmanna. Samkvæmt nýjustu launatöflu ráðsins eru mánaðarlaun forseta 1.983.757. Tíundi hluti af því er 198.376 krónur sem myndi skiptast í þrennt. Þingmennirnir þrír telja þetta geta sparað um milljón á ári. Forsætisráðherra, forseti þingsins og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald í fjarveru forseta Íslands. Í dag eru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Einar K. Guðfinnsson og Markús Sigurbjörnsson. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að handhafar forsetavalds skuli samanlagt njóta sem svarar til eins tíunda hluta launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stundarsakir. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram frumvarpið í dag og var því dreift á þingi eftir hádegi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir eru meðflutningsmenn. Þetta er þriðja tilraunin til að lækka laun handhafanna. Magnús Orri Schram, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, flutti samskonar frumvarp fyrir hönd efnahags- og skattanefndar á síðasta kjörtímabili og Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, flutti samskonar frumvarp á síðasta ári. Í seinna skiptið átti hinsvegar að fella greiðslurnar niður með öllu. Samkvæmt núgildandi lögum fá handhafar forsetavaldsins jafn há laun og forseti en handhafar valdsins skipta þeim á milli sín þann tíma sem þeir eru við völd hverju sinni. Frumvarpið gerir ráð fyrir allverulegri lækkun á þessum launum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum árlega síðastliðin fimm ár á núverandi verðlagi. Stjórnarskráin heimilar ekki að laun til handhafa forsetavaldsins falli alveg niður og því er lagt til að lækka þau. Launakjör forsetans eru ákveðin af kjararáði líkt og laun annarra opinberra starfsmanna. Samkvæmt nýjustu launatöflu ráðsins eru mánaðarlaun forseta 1.983.757. Tíundi hluti af því er 198.376 krónur sem myndi skiptast í þrennt. Þingmennirnir þrír telja þetta geta sparað um milljón á ári. Forsætisráðherra, forseti þingsins og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald í fjarveru forseta Íslands. Í dag eru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Einar K. Guðfinnsson og Markús Sigurbjörnsson.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira