Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta æfðu á Skonto-vellinum í Ríga í Lettlandi í dag þar sem þeir mæta svo heimamönnum í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið.
Það var létt yfir strákunum á æfingunni, en KolbeinnSigþórsson gat ekki verið með vegna smávægilegra hnémeiðsla. Hann verður þó klár fyrir leikinn á föstudaginn.
Ísland vann Tyrkland, 3-0, í fyrstu umferð undankeppninnar á sama tíma og Lettland gerði markalaust jafntefli við Kasakstan. Heimamenn eru skipulagðir og erfiðir að brjóta á bak aftur.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Ríga og tók myndirnar sem sjá má í syrpunni hér að neðan á æfingunni í dag.
Strákarnir æfa í Ríga | Myndir

Tengdar fréttir

Landsliðið æfir tvisvar í dag
Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar.

Jón Daði: Sagði eina setningu vitlaust
Ummæli hans mistúlkuð í norskum fjölmiðlum.

Landsliðshópur Letta lemstraður
Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum.

„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“
Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins.

Kolbeinn æfði ekki með landsliðinu í dag
Framherjinn smávægilega meiddur en getur verið með á föstudaginn.

Jóhann Berg ekki með gegn Lettum og Hollendingum
Kantmaðurinn öflugi glímir við meiðsli í ökkla og getur ekki hjálpað landsliðinu í næstu verkefnum.

Rúrik kom Gylfa til að hlæja | Myndband
Landsliðsstjarnan trufluð í viðtali við Vísi fyrir landsliðsæfingu í Riga í dag.