Erlent

Fjöldagröf fannst í Mexíkó

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tilkynnt að fjöldagröf hafi fundist, skammt frá borginni Iguala. Talið er að þar sé að finna lík 43 nemenda sem hurfu 27. september síðastliðinn eftir að lögregla réðist að þeim. Nafnlaus ábending barst yfirvöldum og fannst gröfin í kjölfarið. Líkin verða væntanlega krufin á næstu dögum.

Nemendurnir mótmæltu síðastliðinn laugardag stefnu menntamálayfirvalda. Rændu þeir rútu um kvöldið sem þeir ætluðu að aka aftur á heimavistina. Lögregla veitti þeim eftirför og hóf skotárás þegar þau neituðu að yfirgefa rútuna og hafa nemarnir ekki sést síðan.

Spilling er sögð einkenna lögregluna og hafa 22 lögreglumenn verið handteknir vegna málsins. Þá hefur handtökuskipun verið gefin út á hendur borgarstjóranum í Iguala sem lét sig hverfa eftir árásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×