Fótbolti

Kuyt hættur í landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kuyt með bronsmedalíuna um hálsinn.
Kuyt með bronsmedalíuna um hálsinn. Vísir/Getty
Dirk Kuyt, leikmaður Fenerbahce, verður ekki með hollenska landsliðsliðinu gegn því íslenska í leik liðanna í undankeppni EM 2016 13. október, en hann er búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Guus Hiddink, sem tók við hollenska liðinu af Louis van Gaal, valdi Kuyt í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ítalíu og Tékklandi í síðasta mánuði, en nú er ljóst að þessi duglegi leikmaður hefur leikið sinn síðasta landsleik.

Kuyt lék sinn fyrsta landsleik gegn Lichtenstein fyrir tíu árum og hefur síðan þá leikið 104 landsleiki og skorað 24 mörk. Hann var í liði Hollands sem vann til bronsverðlauna á HM í Brasilíu í sumar. Kuyt lék með hollenska liðinu á þremur heimsmeistaramótum og tveimur Evrópumótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×