Liverpool lagði WBA 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á heimavelli í dag. Liverpool var 1-0 yfir í hálfleik.
Adam Lallana kom Liverpool yfir rétt fyrir hálfleik eftir sendingu Jordan Henderson en Saido Berhino jafnaði metin úr vítaspyrnu á elleftu mínútu seinni hálfleiks.
Lítið hefur gengið hjá Liverpool að undanförnu en liðið vann engan leik í deildinni í september.
Henderson kom Liverpool aftur yfir á 61. mínútu eftir sendingu Raheem Sterling sem reyndist sigurmark leiksins.
Þriðji sigur Liverpool í deildinni staðreynd en liðið er með 10 stig eftir sjö leiki. WBA er með 8 stig.
Langþráður sigur hjá Liverpool
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



