Þingmaður vildi að lögreglan kærði Álfheiði og Steingrím Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2014 10:55 Fjölmörg vitnu voru að símtali Álfheiðar úr glerhýsi sem tengir saman byggingar þinghússins. Vísir/Valli Þingmenn kvörtuðu undan háttsemi Álfheiðar Ingadóttur og Steingríms J. Sigfússonar í tengslum við mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þann 20. janúar árið 2009. Þá voru þau bæði þingmenn Vinstri grænna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Þar kemur einnig fram að þingmaður Samfylkingarinnar hafi sagt rétt að kæra Álfheiði og Steingrím vegna samskipta við mótmælendur.Vildu að Álfheiður yrði kærð Í skýrslunni segir að það hafi verið „auðséð að hún var í sambandi við einhvern/einhverja mótmælendur, sem kom skilaboðum áleiðis“. Samskiptin hafi orðið til þess að nokkur hópur mótmælenda fór á hreyfingu og streymdi með meiri þunga bak við Alþingi og reyndi að brjóta rúður í þjónustuskála þingsins. Þá kemur einnig fram að mótmælendur höfðu haft upplýsingar um hvar þeir sem handteknir voru í mótmælunum væru geymdir frá Steingrími.Lúðvík sagði í samtali við Geir Jón að hann teldi rétt að lögreglan kærði þá eða þann sem hafi átt þátt í að æsa upp mótmælendur.Vísir/GVASérstakleg er minnst á að Lúðvík Bergvinsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi kvartað undan Álfheiði við lögreglu vegna símtals sem þeir urðu vitni að. Þeir töldu hana vera í samskiptum við mótmælendur. „Voru þeir alveg gáttaðir á þessum inngripum hennar við mótmælendur og bentu [Geir Jón Þórissyni] á að hér gæti verið um lögbrot að ræða,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni segir að Geir Jón hafi eftir mótmælin rætt við þingmenn og starfsmenn þingsins. Meðal annars að hann hafi rætt við Lúðvík sem sagðist vita vel af háttsemi Álfheiðar og Steingríms og liti hann þetta mjög alvarlegum augum og ekki spurning að lögreglan kærði þá eða þann sem hefði staðið að þessu.Kallaði sérsveitarmann lífvarðatittLiðsmaðurinn í sérsveit ríkislögreglustjóra sem hafði það hlutverk að gæta Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, á meðan mótmælunum stóð skrifaði sérstaka greinargerð um samskipti sín við Álfheiði þennan dag mótmælanna. Hann segist hafa beðið Álfheiði að standa ekki úti í glerhýsinu sem er á milli nýja hússins og gamla hússins þar sem þingsalurinn er. Það þótti æsa upp mótmælendur ef þingmenn sæjust horfa yfir fjöldann. Sérsveitarmaðurinn segir að Álfheiður hafi brugðist illa við og óskað eftir því að vita hver hann væri. „Ég kynnti henni það og sagðist vera lögreglumaður. Hún kynnti mér þá að mér kæmi ekkert við hvernig hún hagaði sinni vinnu í þessu húsið, hún væri alþingismaður og þetta væri hennar vinnustaður og lögreglunni kæmi ekkert við hvað hún væri að gera,“ segir hann í skýrslunni. Í kjölfarið hafi hann farið en Álfheiður elt hann og hrópað að sér. Hún hafi svo kallað á Kolbrúnu Halldórsdóttur, þáverandi þingmann VG, og Steingrím og sagt þeim að „leynilögregla“ væri að fylgjast með sér í vinnunni. Sérsveitarmaðurinn segist í kjölfarið hafa gengið í burtu og Álfheiður kallað á eftir sér „já farðu bara lífvarðartitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga“. Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Þingmenn kvörtuðu undan háttsemi Álfheiðar Ingadóttur og Steingríms J. Sigfússonar í tengslum við mótmæli fyrir utan Alþingishúsið þann 20. janúar árið 2009. Þá voru þau bæði þingmenn Vinstri grænna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um mótmæli á árunum 2008 til 2011. Þar kemur einnig fram að þingmaður Samfylkingarinnar hafi sagt rétt að kæra Álfheiði og Steingrím vegna samskipta við mótmælendur.Vildu að Álfheiður yrði kærð Í skýrslunni segir að það hafi verið „auðséð að hún var í sambandi við einhvern/einhverja mótmælendur, sem kom skilaboðum áleiðis“. Samskiptin hafi orðið til þess að nokkur hópur mótmælenda fór á hreyfingu og streymdi með meiri þunga bak við Alþingi og reyndi að brjóta rúður í þjónustuskála þingsins. Þá kemur einnig fram að mótmælendur höfðu haft upplýsingar um hvar þeir sem handteknir voru í mótmælunum væru geymdir frá Steingrími.Lúðvík sagði í samtali við Geir Jón að hann teldi rétt að lögreglan kærði þá eða þann sem hafi átt þátt í að æsa upp mótmælendur.Vísir/GVASérstakleg er minnst á að Lúðvík Bergvinsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi kvartað undan Álfheiði við lögreglu vegna símtals sem þeir urðu vitni að. Þeir töldu hana vera í samskiptum við mótmælendur. „Voru þeir alveg gáttaðir á þessum inngripum hennar við mótmælendur og bentu [Geir Jón Þórissyni] á að hér gæti verið um lögbrot að ræða,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni segir að Geir Jón hafi eftir mótmælin rætt við þingmenn og starfsmenn þingsins. Meðal annars að hann hafi rætt við Lúðvík sem sagðist vita vel af háttsemi Álfheiðar og Steingríms og liti hann þetta mjög alvarlegum augum og ekki spurning að lögreglan kærði þá eða þann sem hefði staðið að þessu.Kallaði sérsveitarmann lífvarðatittLiðsmaðurinn í sérsveit ríkislögreglustjóra sem hafði það hlutverk að gæta Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, á meðan mótmælunum stóð skrifaði sérstaka greinargerð um samskipti sín við Álfheiði þennan dag mótmælanna. Hann segist hafa beðið Álfheiði að standa ekki úti í glerhýsinu sem er á milli nýja hússins og gamla hússins þar sem þingsalurinn er. Það þótti æsa upp mótmælendur ef þingmenn sæjust horfa yfir fjöldann. Sérsveitarmaðurinn segir að Álfheiður hafi brugðist illa við og óskað eftir því að vita hver hann væri. „Ég kynnti henni það og sagðist vera lögreglumaður. Hún kynnti mér þá að mér kæmi ekkert við hvernig hún hagaði sinni vinnu í þessu húsið, hún væri alþingismaður og þetta væri hennar vinnustaður og lögreglunni kæmi ekkert við hvað hún væri að gera,“ segir hann í skýrslunni. Í kjölfarið hafi hann farið en Álfheiður elt hann og hrópað að sér. Hún hafi svo kallað á Kolbrúnu Halldórsdóttur, þáverandi þingmann VG, og Steingrím og sagt þeim að „leynilögregla“ væri að fylgjast með sér í vinnunni. Sérsveitarmaðurinn segist í kjölfarið hafa gengið í burtu og Álfheiður kallað á eftir sér „já farðu bara lífvarðartitturinn þinn sem eltir ráðherraræfil alla daga“.
Alþingi Tengdar fréttir Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12 Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Lögreglan vöruð við eldvörpu í mótmælunum árið 2009 Í búsáhaldarbyltingunni barst tilkynning um grunsamlegt samtal í Húsasmiðjunni. 27. október 2014 23:12
Lögreglan sendi óeinkennisklædda nemendur lögregluskólans út á meðal mótmælenda Sendu óeikennisklædda lögreglumenn út á meðal mótmælenda í nokkur skipti til að afla upplýsinga um hvað stæði til að gera. 28. október 2014 11:26