Byssurnar um borð í skipin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. október 2014 13:14 Forstjóri Landhelgisæslunnar segir byssurnar minni en þau vopn sem Gæslan á fyrir og eru orðin úrelt. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. Forstjóri Gæslunnar segir byssurnar minni en þau vopn sem Gæslan á fyrir og eru orðin úrelt. Það var í febrúar á þessu ári sem að Landhelgisgæslan og lögreglan fengu 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. Gæslan gerir ráð fyrir að þurfa ekki að greiða fyrir byssurnar þar sem tíðkast hefur hingað til að herinn hafi ekki rukkað fyrir álíka sendingar til Íslendinga. Lögreglan fékk hundrað og fimmtíu byssur en Landhelgisgæslan eitt hundrað. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir byssurnar sem Gæslan fékk verða notaðar í stað vopna sem hún á fyrir. ,,Við reiknum með því að þetta gangi til þess að endurnýja okkar vopnabúnað og sömuleiðis að eiga varahluti því við gerum ekki ráð fyrir að kaupa eða fá gefins vopn á næstu áratugum aftur. Þannig að við teljum þetta vera nauðsynlegt til þess að eiga varahluti og endurnýja gömul vopn." Hann segir Gæsluna alltaf hafa haft yfir álíka vopnum að ráða. ,,Landhelgisgæslan hefur haft yfir hríðskotabyssum að ráða allt frá upphafi. Þessar byssur eru allnokkuð minni heldur en þau vopn sem við eigum núna en eru orðin úrelt og varasöm. Þannig að þetta er nú svona frekar niður á við ef eitthvað er." Þá segir hann byssurnar verða notaðar um borð í varðskipunum. ,,Það er náttúrulega meginforsendan að við getum haft eitthvað um borð í skipunum til þess að verja okkur." Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Landhelgisgæslan ætlar að nota þær eitt hundrað hríðskotabyssur sem hún fékk frá Norðmönnum um borð í skipunum sínum og í varahluti. Forstjóri Gæslunnar segir byssurnar minni en þau vopn sem Gæslan á fyrir og eru orðin úrelt. Það var í febrúar á þessu ári sem að Landhelgisgæslan og lögreglan fengu 250 MP5-hríðskotabyssur frá norska hernum. Gæslan gerir ráð fyrir að þurfa ekki að greiða fyrir byssurnar þar sem tíðkast hefur hingað til að herinn hafi ekki rukkað fyrir álíka sendingar til Íslendinga. Lögreglan fékk hundrað og fimmtíu byssur en Landhelgisgæslan eitt hundrað. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir byssurnar sem Gæslan fékk verða notaðar í stað vopna sem hún á fyrir. ,,Við reiknum með því að þetta gangi til þess að endurnýja okkar vopnabúnað og sömuleiðis að eiga varahluti því við gerum ekki ráð fyrir að kaupa eða fá gefins vopn á næstu áratugum aftur. Þannig að við teljum þetta vera nauðsynlegt til þess að eiga varahluti og endurnýja gömul vopn." Hann segir Gæsluna alltaf hafa haft yfir álíka vopnum að ráða. ,,Landhelgisgæslan hefur haft yfir hríðskotabyssum að ráða allt frá upphafi. Þessar byssur eru allnokkuð minni heldur en þau vopn sem við eigum núna en eru orðin úrelt og varasöm. Þannig að þetta er nú svona frekar niður á við ef eitthvað er." Þá segir hann byssurnar verða notaðar um borð í varðskipunum. ,,Það er náttúrulega meginforsendan að við getum haft eitthvað um borð í skipunum til þess að verja okkur."
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira