„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2014 10:34 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Eins og komið hefur fram fékk embætti ríkislögreglustjóra 150 MP5 hríðskotabyssur afhentar frá Norðmönnum án þess að nokkur umræða hafi farið fram um það í þinginu og án þess að sett hafi verið reglugerð af dómsmálaráðherra um umgengni við skotvopnin. Vopnin fóru til lögregluembættanna og er það ákvörðun lögreglustjóra í umrætt sinn hvort beita eigi vopnunum. Þá hefur nokkrum lögreglubílum verið breytt til að koma fyrir sérstöku læstu hólfi fyrir skotvopnin. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði í Kastljósi í gær að landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að íslenska lögreglan fékk vopninn frá Norðmönnum.Norski herinn afhenti vopnin „Eina sem ég get sagt er að við eigum ekki kjarnorkuvopn. Við munum ekki tjá okkur um vopn Landhelgisgæslunnar nema að fyrirskipan ráðherra eða samkvæmt úrskurði um upplýsingamál,“ segir Georg Lárusson. Kjarninn greindi frá því í morgun að það hafi verið norski herinn sem afhenti vopnin en ekki norska lögreglan. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang frá því í júlí síðastliðnum var jafnframt greint frá því að norska lögreglan hafi vitað af MP5 byssunum á lager hjá norska hernum og óskað eftir þeim, en ekki fengið.Jón Bjartmarz fullyrðir að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um afhendingu þessara MP5 riffla. Hvernig gekk það fyrir sig? „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi vopn sem lögreglan hefur undir höndum eru til komin en ég get kynnt mér það. Á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til að segja þér neitt um málið. Við erum í miklu og nánu samstarfi við lögregluna. Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur eða eign okkar. Það er útilokað að starfsmenn hafi afhent lögreglunni byssurnar án minnar vitneskju,“ segir Georg. Svo virðist sem Jón Bjartmarz hafi verið áhugasamur um aukið aðgengi lögreglumanna að skotvopnum um nokkra hríð. Hinn 4. desember 2012 sagði hann tímabært að ræða þann möguleika að lögreglumenn ættu aðgang að vopnum í lögreglubílum, líkt og er í Noregi. Þessi ummæli lét hann falla á fundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál.
Tengdar fréttir Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00