Innlent

Um tuttugu hafa hætt við að fara í geimferð með Virgin

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Richard Branson er maðurinn á bak við Virgin Galactic.
Richard Branson er maðurinn á bak við Virgin Galactic. VÍSIR/AFP
Um það bil tuttugu manns hafa hætt við fyrirhugaða ferð sína út í geim með fyrirtækinu Virgin Galactic. Geimflugvél fyrirtækisins fórst við tilraunaflug í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu fyrir tæpri viku. Þetta staðfestir fyrirtækið við South China Morning Post.

Enn liggur ekki fyrir hvað orsakaði slysið en rannsókn flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum stendur enn yfir. Aðstoðarflugmaðurinn Michael Alsbury lést í slysinu og flugmaðurinn Peter Siebold slasaðist.

Þrátt fyrir slysið eru enn tæplega sjö hundruð einstaklingar sem bíða eftir því að komast út í geim með félaginu. Flugmiðinn, fram og til baka, með Virgin Galactic kostar um 31 milljón króna en hægt er að fá hann endurgreiddann hætti fólk við ferðina.

Gísli er enn á leiðinni út í geim.Vísir / Anton
Fjölmargir heimsþekktir einstaklingar á borð við Stephen Hawking og Justin Bieber eiga pantað flug auk Gísla Gíslasonar, lögmaður og rafbílainnflytjanda. 

Gísli er ekki á meðal þeirra sem hætt hafa við en hann pantaði sér geimferð hjá Virgin árið 2011 og stefnir hann á að komast út í geim á næsta ári. 

„Það er löngu vitað að þetta er hættulegt, geimferðir eru hættulegar. Þetta breytir engu hvað mig varðar, því það var alltaf hægt að búast við því að svona gæti gerst,“ sagði hann um málið í samtali við Kjarnann á laugardag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×