Erlent

Hattur Napóleons boðinn upp um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Hattaframleiðandinn Poupart & Cie í París framleiddi flesta hattana fyrir um 60 franka stykkið á sínum tíma.
Hattaframleiðandinn Poupart & Cie í París framleiddi flesta hattana fyrir um 60 franka stykkið á sínum tíma. Vísir/AP
Hattur Napóleons Bónaparte verður seldur á uppboði um helgina ásamt þúsund öðrum hlutum sem tengjast keisaranum franska. Uppboðinu hefur verið lýst sem „sala aldarinnar“ fyrir alla þá sem áhuga hafa á keisaranum, en það fer fram í Fontainebleau, úthverfi Parísarborgar, nú um helgina.

Að sögn á hatturinn sem til sölu verður að hafa verið á höfði Napóleons í orrustunni við Marengo á Ítalíu árið 1800.

Keisarinn var jafnan með tólf hatta í notkun á hverjum tíma, en í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að hann hafi klæðst um 120 höttum á fimmtán ára valdatíma sínum.

Hattaframleiðandinn Poupart & Cie í París framleiddi flesta hattana fyrir um 60 franka stykkið á sínum tíma, en forsvarsmenn uppboðsins vonast nú til að fá um 80 milljónir króna fyrir hattinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×