Ronaldo skoraði tvö mörk í 1-4 sigri Real Madrid á Almeria á föstudaginn, en fyrir leikinn gaf hann öllum liðsfélögum sínum úr sem þakklætisvott fyrir hjálp þeirra í gegnum tíðina.
Úrin eru ekki af ódýrari gerðinni, en í hvert þeirra er nafn viðkomandi leikmanns grafið, auk skammstöfunarinnar CR7 og orðanna „La Decima“ sem vísar til Evrópumeistaratitilsins sem Real Madrid vann í vor.
Úrin eru frá ítalska fyrirtækinu Bulgari, en hvert stykki kostaði um 1,2 milljónir króna.
Bakvörðurinn Alvaro Arbeloa var fyrstur til að birta mynd af sér með úrið á Instagram-síðu sinni og af henni að dæma virðist hann afar lukkulegur með gjöfina frá Ronaldo.