Innlent

Mældist á 140 á Nýbýlavegi

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögreglan stöðvaði ökumann á Nýbýlavegi í Kópavogi upp úr miðnætti, eftir að bíll hans hafði mælst á rúmlega 140 kílómetra hraða á klukkustund.

Ökumaðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var auk þess undir áhrifum fíkniefna og hefur aldrei tekið bílpróf. Þrátt fyrir það hefur hann áður verið stöðvaður við akstur.

Lögreglan skilgreinir þetta sem háskaakstur, enda liggur Nýbýlavegurinn í gegn um byggð og er hámarkshraðinn 50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×