Íslenski boltinn

Uppselt á úrslitaleikinn | Byrjað að setja upp áhorfendastæði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri FH fer yfir málin með vinnumönnunum ungu.
Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri FH fer yfir málin með vinnumönnunum ungu. mynd/fh
Fram kemur í fréttatilkynningu frá FH-ingum nú rétt í þessu að uppselt er á úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu sem fram fer í Krikanum á morgun.

Í heildina voru 6.450 miðar seldir, en knattspyrnudeild FH vill ítreka að enginn fer inn á völlinn á þess að vera með miða.

Þá eru áhorfendur kvattir til að mæta tímanlega og nýta sér almenningssamgöngur eða koma gangandi á völlinn.

Framkvæmdir við áhorfendastæði eru hafnar í Krikanum en ungir drengir úr 3. flokki félagsins eru að setja umm stæðin undir handleiðslu fagmanna.

mynd/fh

Tengdar fréttir

Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug

FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×