Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Geir Eiðsson og félagar hans í Haukum unnu sinn fyrsta sigur í sumar.
Hilmar Geir Eiðsson og félagar hans í Haukum unnu sinn fyrsta sigur í sumar. Vísir/Stefán
Haukar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni þegar BÍ/Bolungarvík kom í heimsókn á Schenkervöllinn í dag.

Staðan var markalaus í fyrri hálfleik, en á 49. mínútu kom Hilmar Rafn Emilsson heimamönnum yfir. Gísli Eyjólfsson, lánsmaður frá Breiðabliki, bætti við marki á 55. mínútu og Hilmar var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Hauka.

Nikulás Jónsson náði að klóra í bakkann fyrir gestina með marki á 71. mínútu, en nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-1, Haukum í vil.

Haukar eru nú komnir upp í 6. sæti 1. deildarinnar með fimm stig, en BÍ/Bolungarvík situr í 11. og næstneðsta sætinu með þrjú stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×