Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn Freyr Bjarnason skrifar 18. febrúar 2014 09:02 Skúli Sveinsson segir að Vodafone vilji bara afhenda núverandi viðskiptamönnum gögn vegna lekans. Fréttablaðið/Pjetur Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögvernd, segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna frá Vodafone vegna hópmálsóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. „Þeir hafa neitað að afhenda gögn nema til núverandi viðskiptamanna sinna. Bæði hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við önnur símafyrirtæki ekki fengið upplýsingar um skeyti sem þeim hefur verið sent og einnig þeir sem hafa verið hættir [hjá Vodafone] ekki fengið upplýsingar um þessi skeyti. Þetta er eitthvað sem verður sjálfsagt ágreiningur um, reikna ég með,“ segir Skúli, sem fer fyrir Málsóknarfélaginu. Hann bætir við að viðbrögðin við auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hópmálsóknina hafi verið mjög mikil. „Það hefur mikið af fyrirspurnum og umsóknum komið inn,“ segir hann. „Við reiknuðum aldrei með að allir myndu sækja um fyrsta daginn en ætli þetta sé ekki í takt við það sem við áttum von á.“ Skúli telur að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós í málarekstrinum. „Af því sem fram hefur komið er margt sem bendir til þess að þarna hafi verið verulega pottur brotinn.“ Skæð tölvuárás var gerð á heimasíðu Vodafone 30. nóvember í fyrra þar sem lekið var á netið persónuupplýsingum fjölda notenda. Tyrkneskum hakkara, sem kallaði sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í SMS-skilaboð viðskiptavina. Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Fleiri þolendur lekans eru að undirbúa málshöfðun gegn fjarskiptafyrirtækinu með aðstoð Réttar, eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun árs. Aðspurð segir lögmaðurinn Björg Valgeirsdóttir að Réttur tengist ekki Málsóknarfélaginu. Hún segir stofuna ekki hafa rannsakað hvort tilefni sé til að fara í hópmálsókn enda séu mál umbjóðenda þeirra ekki þannig vaxin. Þau séu öll mjög viðkvæm. „Málin eru í farvegi og hafa verið í vinnslu hér frá því strax í kjölfar lekans,“ segir hún. Ekki náðist í Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Skúli Sveinsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögvernd, segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna frá Vodafone vegna hópmálsóknar Málsóknarfélagsins gegn fyrirtækinu. „Þeir hafa neitað að afhenda gögn nema til núverandi viðskiptamanna sinna. Bæði hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við önnur símafyrirtæki ekki fengið upplýsingar um skeyti sem þeim hefur verið sent og einnig þeir sem hafa verið hættir [hjá Vodafone] ekki fengið upplýsingar um þessi skeyti. Þetta er eitthvað sem verður sjálfsagt ágreiningur um, reikna ég með,“ segir Skúli, sem fer fyrir Málsóknarfélaginu. Hann bætir við að viðbrögðin við auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í gær um hópmálsóknina hafi verið mjög mikil. „Það hefur mikið af fyrirspurnum og umsóknum komið inn,“ segir hann. „Við reiknuðum aldrei með að allir myndu sækja um fyrsta daginn en ætli þetta sé ekki í takt við það sem við áttum von á.“ Skúli telur að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós í málarekstrinum. „Af því sem fram hefur komið er margt sem bendir til þess að þarna hafi verið verulega pottur brotinn.“ Skæð tölvuárás var gerð á heimasíðu Vodafone 30. nóvember í fyrra þar sem lekið var á netið persónuupplýsingum fjölda notenda. Tyrkneskum hakkara, sem kallaði sig Maxney, tókst að hakka sig inn í kerfi Vodafone og ná meðal annars í SMS-skilaboð viðskiptavina. Hakkarinn náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins sem hann birti síðan á netinu. Fleiri þolendur lekans eru að undirbúa málshöfðun gegn fjarskiptafyrirtækinu með aðstoð Réttar, eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun árs. Aðspurð segir lögmaðurinn Björg Valgeirsdóttir að Réttur tengist ekki Málsóknarfélaginu. Hún segir stofuna ekki hafa rannsakað hvort tilefni sé til að fara í hópmálsókn enda séu mál umbjóðenda þeirra ekki þannig vaxin. Þau séu öll mjög viðkvæm. „Málin eru í farvegi og hafa verið í vinnslu hér frá því strax í kjölfar lekans,“ segir hún. Ekki náðist í Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa Vodafone, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira