Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér glæsilegan sigur í 800 metra hlaupi í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.
Aníta hljóp gríðarlega vel í þessu hlaupi en hlaupið hennar var mjög jafnt og áttu keppinautar hennar ekki möguleika í íslensku hlaupastjörnuna.
Aníta kom í mark á 2:01,82 mínútum en hún bætti þarna sitt eigið Íslandsmet innanhúss frá því fyrir ári síðan.
Rose-Anne Galligan frá Írlandi og Aline Krebs frá Þýskalandi voru mættar til að veit henni langþráða keppni í hlaupi í Laugardalshöllinni en þær áttu aldrei möguleika í þessu hlaupi.
Svipmyndir frá hlaupinu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aníta setti glæsilegt Íslandsmet og vann örugglega
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
