Enn langt í land í allra bestu liðin Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar 23. janúar 2014 08:30 Róbert Gunnarsson í baráttu við tvo danska leikmenn á línunni í gær. Strákarnir lentu í miklu basli með Jannick Green, frábæran markvörð Dana, í Herning í gær. fréttablaðið/daníel Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur. EM 2014 karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
Strákarnir okkar voru teknir í bakaríið, 32-23, af stórkostlegu handboltaliði Dana í Boxen í Herning í gær. Eftir flotta spilamennsku framan af molnaði undan leik okkar manna sem síðan fengu vænan skell. Það var ljóst fyrir leikinn að hann yrði aðeins upp á stoltið. Sigur Austurríkis á Ungverjum í leiknum á undan gerði það að verkum að Ísland spilar um fimmta sætið í mótinu. Danir gátu leyft sér þann munað að byrja með Mikkel Hansen og Niklas Landin á bekknum. Danir eiga þó tvo góða menn í hverja stöðu þannig að fjarvera þeirra breytti engu. Mads Mensah leysti Hansen af hólmi og skoraði fjögur fyrstu mörk leiksins. Jannick Green var ótrúlegur í markinu og varði sextán skot í fyrri hálfleik eða tíu fleiri en kollegar hans á hinum enda gólfsins.Skytturnar skoruðu að vild Varnarleikur Íslands lungann úr fyrri hálfleik var nákvæmlega enginn. Það var ekkert stigið út í skytturnar sem skoruðu nánast að vild. Danir tóku hraða miðju hvað eftir annað, fóru upp og lúðruðu boltanum í markið. Sóknarleikur íslenska liðsins var aftur á móti mjög góður. Strákarnir áttu flott svör við framliggjandi vörn Dana. Komu sér í góð færi en nýttu færi sín alveg skelfilega. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17-13, þökk sé öllum glötuðu dauðafærunum, slakri vörn og lítilli markvörslu. Danir voru ekkert á því að slaka á klónni í síðari hálfleik. Það hefðu verið alger vörusvik við þá 14 þúsund áhorfendur sem héldu enn og aftur uppi frábærri stemningu í Boxinu. Strákarnir okkar voru ekki eins klókir að opna dönsku vörnina í síðari hálfleik og náðu á löngum kafla varla skoti á markið. Sóknarleikurinn varð pínlegur á kafla.Þjóðhátíð hjá Dönum Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður var munurinn orðinn níu mörk, 26-19. Þá var Aroni landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Það var aftur á móti þjóðhátíð hjá áhorfendum sem sungu ættjarðarsöngva og tóku „bylgjuna“ svo mínútum skipti. Leikhléið breytti engu, Danir héldu áfram að gleðja fólkið í stúkunni og unnu sanngjarnan stórsigur. Þó svo Ísland hafi staðið sig frábærlega á EM þá var þessi leikur hressileg áminning um hvað liðið á langt í þau allra bestu. Ísland er svo sannarlega á meðal bestu handknattleiksþjóða heimsins en í augnablikinu nokkrum skrefum á eftir þeim allra bestu. Ísland teflir líka fram ungu liði á þessu móti. Það er enginn Alexander, Arnór Atla og svo er Aron Pálmarsson að spila á hálfum hraða. Á móti kemur að við erum að eignast fleiri frambærilega handboltamenn, hópurinn er að stækka og Aron svo sannarlega á réttri leið með liðið. Að spila um fimmta sæti á EM eftir allt sem á undan er gengið er stórkostlegur árangur.
EM 2014 karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira