Ræða tengsl sagnfræði og skáldskapar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. maí 2014 11:00 Hvar liggja mörkin milli skáldskapar og sagnfræði og hvað geta rithöfundar og sagnfræðingar lært hverjir af öðrum? Um það ætla spekingar að spjalla á Lofti Hosteli. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Lofti Hosteli við Austurstræti á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Þátttakendur eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigrún Pálsdóttir og Sjón en auk þeirra tekur Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, þátt í umræðunum. Kári Tulinius rithöfundur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, áttu frumkvæðið að viðburðinum og stýra umræðum, hvaðan kom þeim þessi hugmynd? „Baksagan er einfaldlega sú að við Kristín Svava fórum á pallborðsumræður um heimspeki og bókmenntir í fyrra og datt þá í hug að gaman væri að efna til svipaðrar umræðu um skáldskap og sagnfræði,“ segir Kári. „Við höfðum þetta bak við eyrað og byrjuðum svo að vinna í því að gera þetta að veruleika núna í mars.“Kári TuliniusRithöfundarnir þrír, Hallgrímur, Sigrún og Sjón, hafa öll leitað fanga í sagnfræðinni í verkum sínum en hvert er hlutverk Sigrúnar Ölbu í umræðunum? „Hún var bæði í sagnfræði og bókmenntafræði áður en hún fór í menningarfræðina og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, þannig að hún er þarna sem fulltrúi sagnfræðinnar. Sömuleiðis eru bækur Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræði en ekki skáldskapur, svo allt þetta fólk er á rófinu frá því að vera hreinræktaðir rithöfundar yfir í það að vera hreinræktaðir sagnfræðingar, ef hægt er að vera það. Þetta blandast nefnilega töluvert saman hjá þeim öllum,“ segir Kári. „Það eru þau mörk, hvar á að draga þau og hvað rithöfundar og sagnfræðingar geta lært hverjir af öðrum sem verður útgangspunktur umræðnanna.“ Dagskráin skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum verður umfjöllunarefnið Sagnfræðin í skáldskapnum en í seinni hlutanum Skáldskapurinn í sagnfræðinni. Þau Kári og Kristín Svava flytja hvort um sig stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. „Ef við förum ekki allsvakalega fram úr tímamörkum verður svo vonandi tími fyrir spurningar úr sal að pallborðsumræðunum loknum,“ segir Kári. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Heimili Hanks rétt slapp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Lofti Hosteli við Austurstræti á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Þátttakendur eru rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Sigrún Pálsdóttir og Sjón en auk þeirra tekur Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, þátt í umræðunum. Kári Tulinius rithöfundur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld, áttu frumkvæðið að viðburðinum og stýra umræðum, hvaðan kom þeim þessi hugmynd? „Baksagan er einfaldlega sú að við Kristín Svava fórum á pallborðsumræður um heimspeki og bókmenntir í fyrra og datt þá í hug að gaman væri að efna til svipaðrar umræðu um skáldskap og sagnfræði,“ segir Kári. „Við höfðum þetta bak við eyrað og byrjuðum svo að vinna í því að gera þetta að veruleika núna í mars.“Kári TuliniusRithöfundarnir þrír, Hallgrímur, Sigrún og Sjón, hafa öll leitað fanga í sagnfræðinni í verkum sínum en hvert er hlutverk Sigrúnar Ölbu í umræðunum? „Hún var bæði í sagnfræði og bókmenntafræði áður en hún fór í menningarfræðina og hefur skrifað nokkrar bækur um sagnfræðileg efni, þannig að hún er þarna sem fulltrúi sagnfræðinnar. Sömuleiðis eru bækur Sigrúnar Pálsdóttur sagnfræði en ekki skáldskapur, svo allt þetta fólk er á rófinu frá því að vera hreinræktaðir rithöfundar yfir í það að vera hreinræktaðir sagnfræðingar, ef hægt er að vera það. Þetta blandast nefnilega töluvert saman hjá þeim öllum,“ segir Kári. „Það eru þau mörk, hvar á að draga þau og hvað rithöfundar og sagnfræðingar geta lært hverjir af öðrum sem verður útgangspunktur umræðnanna.“ Dagskráin skiptist í tvennt. Í fyrri hlutanum verður umfjöllunarefnið Sagnfræðin í skáldskapnum en í seinni hlutanum Skáldskapurinn í sagnfræðinni. Þau Kári og Kristín Svava flytja hvort um sig stutt inngangserindi áður en umræður hefjast. „Ef við förum ekki allsvakalega fram úr tímamörkum verður svo vonandi tími fyrir spurningar úr sal að pallborðsumræðunum loknum,“ segir Kári.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Heimili Hanks rétt slapp Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira